Már Guðmundsson (málarameistari)
Már Guðmundsson frá Lyngbergi, málarameistari fæddist 19. ágúst 1939 í Hljómskálanum við Hvítingaveg 10.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson málarameistari, f. 18. maí 1905 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 14. september 1981, og fyrri kona hans Sigrún Guðmundsdóttir frá Litla-Skarði í Stafholtstungum í Borgarfirði, d. 18. ágúst 2008.
Börn Guðmundar og Sigrúnar:
1. Fanney Guðmundsdóttir, f. 22. maí 1934 í Ásnesi. Maður hennar Jón Hólmgeirsson.
2. Andvana stúlka, f. 9. júlí 1935 í Hljómskálanum, (Hvítingavegi 10).
3. Hrefna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 11. september 1936 í Hljómskálanum, d. 2. maí 2010. Maður hennar Guðbrandur Eiríksson.
4. Unnur Guðmundsdóttir, f. 10. júlí 1938 í Hljómskálanum, d. 25. apríl 1997. Maður hennar Ólafur Ágústsson, látinn.
5. Már Guðmundsson málarameistari, f. 19. ágúst 1939 í Hljómskálanum. Kona hans Jóhanna Kristjánsdóttir.
Börn Sigrúnar og Þórðar Ólafssonar:
6. Gylfi Þórðarson, f. 4. október 1943. Kona hans var Hrönn Kristjánsdóttir.
7. Dagný Þórðardóttir, f. 10. mars 1945, d. 12. mars 1982. Maður hennar var Reynir Ríkharðsson.
8. Andvana drengur.
9. Rúnar Þór Þórðarson, f. 17. desember 1951. Fyrri kona hans var Björk Birgisdóttir. Síðari kona hans Margrét Guðfinnsdóttir.
Börn Guðmundar og Herdísar Einarsdóttur Höjgaard:
1. Ólöf Díana Guðmundsdóttir, f. 6. júní 1946 á Lyngbergi. Maður hennar Njáll Ölver Sverrisson.
2. Jón Einar Guðmundsson, f. 18. apríl 1950 á Lyngbergi. Kona hans Sólveig Snorradóttir.
3. Viðar Guðmundsson, f. 24. júní 1957 á Lyngbergi. Kona hans Lára Emilsdóttir.
4. Sæunn Helena Guðmundsdóttir, f. 19. nóvember 1960 á Lyngbergi. Maður hennar Haraldur Haraldsson.
Már var með foreldrum sínum, en þau skildu. Hann var með föður sínum og síðari konu hans á Lyngbergi.
Hann lærði málaraiðn hjá föður sínum og í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1966, fékk meistararéttindi 1974.
Hann vann við iðn sína.
Þau Jóhanna giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu við Brimhólabraut 23, við Hólagötu 34, á Illugagötu 69 við Gosið 1973.
Þau fluttu til Grindavíkur, bjuggu fyrst í Suðurvör 10, byggðu á Selsvöllum 18 og bjuggu þar.
Jóhanna lést 2007.
Már býr við Litluvelli 11 í Grindavík.
I. Kona Más, (17. júní 1961), var Jóhanna Kristjánsdóttir frá Þórshöfn á Langanesi, húsfreyja, f. 5. september 1940, d. 14. október 2007.
Börn þeirra:
1. Kristján Ottó Másson, f. 30. mars 1961, d. 4. desember 1988. Barnsmæður hans Þórunn Þuríður Sigmundsdóttir og Guðríður Einarsdóttir.
2. Dagný Másdóttir, f. 21. apríl 1965. Fyrrum maður hennar Herjólfur Jóhannsson.
3. Svanhvít Másdóttir, f. 4. ágúst 1966. Maður hennar Örn Sigurðsson.
4. Guðmundur Egill Másson, f. 24. maí 1973. Sambúðarkona hans Kristín Sesselja Richardsdóttir.
Fósturdóttir þeirra, systurdóttir Jóhönnu er
5. Hrund E. Briem, f. 10. ágúst 1979. Maður hennar Gunnlaugur Gunnlaugsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Morgunblaðið 23. október 2007. Minning Jóhönnu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.