Guðmundur Guðmundsson (málari)
Guðmundur Guðmundsson málarameistari fæddist 18. maí 1905 á Leirum u. Eyjafjöllum og lést 14. september 1981.
Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson bóndi, verkamaður í Uppsölum, f. 4. júlí 1867 að Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 29. júní 1950, og kona hans Guðrún Þorfinnsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1862 í Steinasókn u. Eyjafjöllum, d. 27. janúar 1930.
Börn Guðmundar og Guðrúnar voru:
1. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Hofsstöðum, (Brekastíg 30), f. 18. apríl 1891, d. 16. september 1988.
2. Einar Guðmundsson, f. 12. júlí 1892, drukknaði 3. febrúar 1915 í Eyjum.
3. Þorfinna Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 20. júní 1893, d. 26. október 1984.
4. Steinvör Guðmundsdóttir, f. 17. ágúst 1895, bjó síðast í Eyjum, d. 13. mars 1987.
5. Oddný Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. nóvember 1897, d. 9. desember 1980.
6. Einar Jón Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 24. janúar 1898, d. 20. janúar 1975.
7. Sigurður Guðmundsson verkamaður, smiður á Skagaströnd, f. 29. maí 1900, d. 2. desember 1984.
8. Árný Guðmundsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 30. desember 1901, d. 27. febrúar 1988.
9. Anna Sigurlaug Guðmundsdóttir sjúklingur, f. 8. desember 1903, d. 3. ágúst 1963.
10. Guðmundur Guðmundsson málarameistari, f. 18. maí 1905, d. 14. september 1981.
11. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 18. júlí 1906, d. 19. október 1977.
Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim að Kirkjubæ 1912, var síðan með þeim í Uppsölum.
Hann hóf nám í málaraiðn hjá Stefáni Finnbogasyni 1921, stundaði ekki nám í iðnskóla, en fékk iðnbréf 1929 og meistarabréf 1946.
Guðmundur og Sigrún bjuggu í Ásnesi og Hljómskálanum. Þau skildu. Hann bjó með Herdísi á Lyngbergi.
Guðmundur vann að iðn sinni til dánardægurs.
Guðmundur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (skildu), var Sigrún Guðmundsdóttir, f. 23. janúar 1915, d. 18. ágúst 2008.
Börn þeirra:
1. Fanney Guðmundsdóttir, f. 22. maí 1934 í Ásnesi. Maður hennar Jón Hólmgeirsson, látinn.
2. Andvana stúlka, f. 9. júlí 1935 í Hljómskálanum, (Hvítingavegi 10).
3. Hrefna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 11. september 1936 í Hljómskálanum, d. 2. maí 2010. Maður hennar Guðbrandur Eiríksson, látinn.
4. Unnur Guðmundsdóttir, f. 10. júlí 1938 í Hljómskálanum, d. 25. apríl 1997. Maður hennar Ólafur Ágústsson.
5. Már Guðmundsson málari, f. 19. ágúst 1939 í Hljómskálanum. Kona hans Jóhanna Kristjánsdóttir.
II. Síðari kona Guðmundar, (27. mars 1948), var Herdís Einarsdóttir Höjgaard húsfreyja, f. 25. október 1920, d. 22. nóvember 2003.
Börn þeirra:
6. Ólöf Díana Guðmundsdóttir á Hólmavík, f. 6. júní 1946 á Lyngbergi. Maður hennar Njáll Ölver Sverrisson.
7. Jón Einar Guðmundsson í Keflavík, f. 18. apríl 1950 á Lyngbergi. Kona hans Sólveig Snorradóttir.
8. Viðar Guðmundsson í Eyjum, f. 24. júní 1957 á Lyngbergi. Kona hans Lára Emilsdóttir.
9. Sæunn Helena Guðmundsdóttir í Eyjum, f. 19. nóvember 1960 á Lyngbergi. Maður hennar Haraldur Haraldsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Manntöl.
- Morgunblaðið.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.