Jón Einar Guðmundsson (Lyngbergi)
Jón Einar Guðmundsson frá Lyngbergi, sjómaður, matsveinn, verkamaður, umsjónarmaður fæddist þar 18. apríl 1950.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson málarameistari, f. 18. maí 1905 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 14. september 1981, og síðari kona hans Herdís Einarsdóttir Höjgaard frá Bakka í Bakkafirði í N. Múl., húsfreyja, f. 25. október 1920, d. 22. nóvember 2003.
Börn Herdísar og Guðmundar:
1. Ólöf Díana Guðmundsdóttir, f. 6. júní 1946 á Lyngbergi. Maður hennar Njáll Ölver Sverrisson.
2. Jón Einar Guðmundsson, f. 18. apríl 1950 á Lyngbergi. Kona hans Sólveig Snorradóttir.
3. Viðar Guðmundsson, f. 24. júní 1957 á Lyngbergi. Kona hans Lára Emilsdóttir.
4. Sæunn Helena Guðmundsdóttir, f. 19. nóvember 1960 á Lyngbergi. Maður hennar Haraldur Haraldsson.
Börn Guðmundar frá fyrra hjónabandi hans:
5. Fanney Guðmundsdóttir, f. 22. maí 1934 í Ásnesi. Maður hennar Jón Hólmgeirsson.
6. Andvana stúlka, f. 9. júlí 1935 í Hljómskálanum, (Hvítingavegi 10).
7. Hrefna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 11. september 1936 í Hljómskálanum, d. 2. maí 2010. Maður hennar Guðbrandur Eiríksson.
8. Unnur Guðmundsdóttir, f. 10. júlí 1938 í Hljómskálanum, d. 25. apríl 1997. Maður hennar Ólafur Ágústsson.
9. Már Guðmundsson málari, f. 19. ágúst 1939 í Hljómskálanum. Kona hans Jóhanna Kristjánsdóttir.
Jón Einar var með foreldrum sínum.
Hann var sjómaður, matsveinn, verkamaður í Eyjum. Eftir flutning til Suðurnesja vann hann á Keflavíkurflugvelli, var umsjónarmaður með fjarskiptatækjum hersins, sá um viðhald þeirra. Hann er radioamatör.
Þau Kristín Ósk giftu sig 1974, eignuðust eitt barn, en skildu 1978.
Þau Sólveig giftu sig 1979, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Ytri-Njarðvíkur 1983, bjuggu þar á Holtsgötu 1, fluttu síðar til Keflavíkur, bjuggu þar síðast á Elliðavöllum 5.
Sólveig lést 1996.
I. Kona Jóns Einars, (1974, skildu), er Kristín Ósk Kristinsdóttir, f. 14. desember 1952 í Laugardal við Vesturveg 5b.
Barn þeirra:
1. Nikólína Jónsdóttir byggingafræðingur, f. 16. janúar 1974. Fyrrum sambúðarmaður hennar er Hannibal Þ. Ólafsson. Fyrrum maður hennar Sigurjón Hannesson.
II. Kona Jóns Einars, (4. ágúst 1979), var Sólveig Snorradóttir frá Keflavík, húsfreyja, sjúkraliði, f. 16. júlí 1956, d. 24. ágúst 1996.
Börn þeirra:
1. Kristinn Sólberg Jónsson iðnnemi, f. 13. maí 1979 í Eyjum, d. 18. desember 2005.
2. Snorri Hólm Jónsson fiskeldistæknir, f. 3. janúar 1990.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Jón Einar.
- Morgunblaðið 31. ágúst 1996. Minning Sólveigar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.