Unnur Guðmundsdóttir (Hljómskálanum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Unnur Guðmundsdóttir frá Hljómskálanum, húsfreyja í Grindavík fæddist 10. júlí 1938 og lést 25. apríl 1997 á Sjúkrahúsi Suðurnesja.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson málarameistari, f. 18. maí 1905 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 14. september 1981, og fyrri kona hans Sigrún Guðmundsdóttir frá Litla-Skarði í Stafholtstungum í Borgarfirði, d. 18. ágúst 2008.

Börn Guðmundar og Sigrúnar:
1. Fanney Guðmundsdóttir, f. 22. maí 1934 í Ásnesi. Maður hennar Jón Hólmgeirsson.
2. Andvana stúlka, f. 9. júlí 1935 í Hljómskálanum, (Hvítingavegi 10).
3. Hrefna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 11. september 1936 í Hljómskálanum, d. 2. maí 2010. Maður hennar Guðbrandur Eiríksson.
4. Unnur Guðmundsdóttir, f. 10. júlí 1938 í Hljómskálanum, d. 25. apríl 1997. Maður hennar Ólafur Ágústsson, látinn.
5. Már Guðmundsson málari, f. 19. ágúst 1939 í Hljómskálanum. Kona hans Jóhanna Kristjánsdóttir.

Börn Sigrúnar og Þórðar Ólafssonar:
6. Gylfi Þórðarson, f. 4. október 1943. Kona hans var Hrönn Kristjánsdóttir.
7. Dagný Þórðardóttir, f. 10. mars 1945, d. 12. mars 1982. Maður hennar var Reynir Ríkharðsson.
8. Andvana drengur.
9. Rúnar Þór Þórðarson, f. 17. desember 1951. Fyrri kona hans var Björk Birgisdóttir. Síðari kona hans Margrét Guðfinnsdóttir.

Börn Guðmundar og Herdísar Einarsdóttur Höjgaard:
1. Ólöf Díana Guðmundsdóttir, f. 6. júní 1946 á Lyngbergi. Maður hennar Njáll Ölver Sverrisson.
2. Jón Einar Guðmundsson, f. 18. apríl 1950 á Lyngbergi. Kona hans Sólveig Snorradóttir.
3. Viðar Guðmundsson, f. 24. júní 1957 á Lyngbergi. Kona hans Lára Emilsdóttir.
4. Sæunn Helena Guðmundsdóttir, f. 19. nóvember 1960 á Lyngbergi. Maður hennar Haraldur Haraldsson.

Unnur var með foreldrum sínum, en þau skildu, er Unnur var fárra ára gömul.
Hún var með móður sinni.
Þau Ólafur giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Grindavík.
Unnur lést 1997 og Ólafur 2019.

I. Maður Unnar, (26. desember 1958), var Ólafur Ágústsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 22. júlí 1935 á Sæbóli í Grindavík, d. 25. október 2019. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson frá Þúfnavöllum á Skagaströnd, skipstjóri, útgerðarmaður í Grindavík, f. 11. ágúst 1906, d. 28. júní 1975, og kona hans Matthildur Sigurðardóttir frá Akrahóli í Grindavík, húsfreyja, f. 1. júní 1914, d. 10. september 2005.
Börn þeirra:
1. Sigurþór Ólafsson, f. 14. september 1959. Kona hans Hallfríður Traustadóttir.
2. Ágústa Hildur Ólafsdóttir, f. 4. mars 1961. Sambúðarmaður Hjálmar Hallgrímsson.
3. Íris Ólafsdóttir, f. 25. september 1964. Barnsfaðir hennar Ævar Geirdal Elvarsson. Sambúðarmaður Garðar Vignisson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.