Jóhanna Kristjánsdóttir (Þórshöfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Kristjánsdóttir.

Jóhanna Kristjánsdóttir frá Þórshöfn á Langanesi, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, leikskólastarfsmaður fæddist þar 5. september 1940 og lést 14. október 2007 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Foreldrar hennar voru Kristján Októvíus (Ottó) Þorsteinsson verkamaður, sjómaður, f. 19. janúar 1906 á Brekkum í Mýrdal, d. 5. júní 1989 og Margrét Halldórsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1911 á Þórshöfn, d. 20. desember 1988.

Jóhanna fór til Eyja 1959, vann þar við fiskiðnað, í mötuneyti Ísfélagsins og á leikskólanum Sóla. Hún vann við fiskiðnað í Grindavík og síðar við leikskólann þar.
Þau Már giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu við Brimhólabraut 23, við Hólagötu 34, á Illugagötu 69 við Gosið 1973.
Þau fluttu til Grindavíkur, bjuggu á Selsvöllum 18.
Jóhanna lést 2007.

I. Maður Jóhönnu, (17. júní 1961), er Már Guðmundsson frá Lyngbergi, málarameistari, f. 19. ágúst 1939.
Börn þeirra:
1. Kristján Ottó Másson, f. 30. mars 1961, d. 4. desember 1988. Barnsmæður hans Þórunn Þuríður Sigmundsdóttir og Guðríður Einarsdóttir.
2. Dagný Másdóttir, f. 21. apríl 1965. Fyrrum maður hennar Herjólfur Jóhannsson.
3. Svanhvít Másdóttir, f. 4. ágúst 1966. Maður hennar Örn Sigurðsson.
4. Guðmundur Egill Másson, f. 24. maí 1973. Sambúðarkona hans Kristín Sesselja Richardsdóttir.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Halldóru systur Jóhönnu er
5. Hrund E. Briem, f. 10. ágúst 1979. Maður hennar Gunnlaugur Gunnlaugsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 23. október 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.