Jóna Pétursdóttir (Oddsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóna Halldóra Pétursdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, verslunarkona fæddist 18. ágúst 1933 á Kirkjubæ.
Foreldrar hennar voru Pétur Guðjónsson bóndi, sjómaður frá Oddsstöðum, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, og fyrri kona hans Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja frá Tóarseli í Breiðdal, f. 17. apríl 1905, d. 18. október 1938.
Fósturforeldrar Jónu voru föðurfaðir hennar og síðari kona hans, þau Guðjón Jónsson bóndi og líkkistursmiður á Oddsstöðum, og síðari kona hans Guðrún Grímsdóttir húsfreyja.

Fóstursystkini Jónu og börn Guðjóns á Oddsstöðum og fyrri konu hans Marteu Guðlaugu Pétursdóttur húsfreyju:
1. Kristófer, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981.
2. Pétur, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982.
3. Jón, f. 2. ágúst 1903, d. 12 febrúar 1967.
4. Herjólfur, f. 25. desember 1904, d. 31. janúar 1951.
5. Fanný, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.
6. Njáll Guðjónsson, f. 31. mars 1907, d. 16. janúar 1909 samkv. dánarskrá, en skráður tveggja mánaða gamall þar.
7. Njála, f. 22. desember 1909, d. 16. apríl 1997.
8. Guðmundur, f. 28. janúar 1911, d. 18. desember 1969.
9. Árni Guðjónsson, f. 21. júní 1912, d. 2. júní 1923.
10. Ósk, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.
11. Guðrún Guðjónsdóttir, f. 12. september 1915, d. 22. nóvember 1918.

Börn Guðjóns og síðari konu hans Guðrúnar Grímsdóttur húsfreyju og stjúpmóður Jónu, f. 10. júní 1888, d. 4. maí 1981.
12. Ingólfur, f. 7. febrúar 1917, d. 16. nóvember 1998.
13. Guðlaugur, f. 2. júní 1919, d. 2. júní 2008.
14. Árni, f. 12. mars 1923, d. 16. nóvember 2002.
15. Vilborg, f. 22. ágúst 1924, d. 8. maí 2015.
Fósturbörn Guðrúnar og Guðjóns voru:
16. Hjörleifur Guðnason, f. 5. júní 1925, d. 13 . júní 2007, systursonur Guðrúnar.
17. Jóna Halldóra Pétursdóttir sonardóttir Guðjóns, f. 18. ágúst 1933.

Börn Péturs föður hennar og fyrri konu hans Guðrúnar Guðjónsdóttur:
1. Jónína Ósk, f. 12. nóvember 1926 á Oddsstöðum, d. 24. maí 2016.
2. Guðlaug, fædd 25. september 1928 á Aðalbóli.
3. Guðlaugur Magnús Pétursson, f. 5. ágúst 1931 á Kirkjubæ, d. 1. febrúar 2017.
4. Jóna Halldóra, f. 18. ágúst 1933 á Kirkjubæ.
5. Guðjón, f. 31. júlí 1935 á Kirkjubæ, d. 25. janúar 1985.

Börn Péturs föður Jónu og síðari konu hans Lilju Sigfúsdóttur, f. 11. október 1917, d. 15 október 1990.
6. Guðrún Rannveig, f. 10. desember 1939 á Kirkjubæ.
7. Árni, f. 4. febrúar 1941 á Kirkjubæ, d. 9. október 1996.
8. Brynja, f. 16. ágúst 1946 á Kirkjubæ.
9. Herbjört, f. 26. febrúar 1951 á Kirkjubæ, d. 2. maí 1999.

Jóna var með foreldrum sínum fyrstu fimm ár ævinnar, en þá missti hún móður sína. Hún fór í fóstur að Oddsstöðum til afa síns og Guðrúnar Grímsdóttur síðari konu hans og þar ólst hún upp.
Hún lauk gagnfræðaprófi 1950.
Hún leitaði atvinnu í Reykjavík og vann með Ósk systur sinni í Þvottamiðstöðinni. Þau Sigurgeir giftu sig 1952 og eignuðust tvö börn, bjuggu á Langholtsveginum í 10 ár og síðan á Sólheimum 25.
Jóna flutti til Eyja 1965, keypti íbúð á Heimagötu 30. Sigurgeir fluttist til Eyja og lærði múrverk hjá Hjörleifi Guðnasyni, lauk námi 1969.
Þau byggðu hús austur undir Kirkjubæjum og bjuggu þar í tvö ár fyrir Gos, fluttust þá til Reykjavíkur. Jóna vann ýmis störf, hjá SÍS, á Ferðaskrifstofunni Sunnu og í Versluninni Ástund.
Sigurgeir lést 2015.

Maður Jónu, (27. desember 1952), var Sigurgeir Björgvinsson tónlistarmaður, múrari, f. 2. maí 1929, d. 7. maí 2015.
Börn þeirra:
1. Guðrún Sigurgeirsdóttir verslunarmaður, f. 16. ágúst 1952.
2. Gísli Sigurgeirsson múrari, f. 15. ágúst 1956.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.