Brynja Pétursdóttir (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Brynja Pétursdóttir.

Brynja Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, bréfberi fæddist þar 16. ágúst 1946.
Foreldrar hennar voru Pétur Guðjónsson bóndi, sjómaður frá Oddsstöðum, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, og síðari kona hans Lilja Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1917, d. 15. október 1990.

Börn Lilju og Péturs:
1. Guðrún Rannveig Pétursdóttir, f. 10. desember 1939, d. 19. maí 2015.
2. Árni Pétursson, f. 4. febrúar 1941, d. 9. október 1996.
3. Brynja Pétursdóttir, f. 16. ágúst1946.
4. Herbjört Pétursdóttir, f. 26. febrúar 1951, d. 2. maí 1999.
Börn Péturs og fyrri konu hans Guðrúnar Rannveigar Guðjónsdóttur:
1. Jónína Ósk Pétursdóttir, f. 12. nóvember 1926 á Oddsstöðum, d. 24. maí 2016.
2. Guðlaug Pétursdóttir, f. 25. september 1928 á Aðalbóli.
3. Guðlaugur Magnús Pétursson, f. 5. ágúst 1931 á Kirkjubæ, d. 1. febrúar 2017.
4. Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1933 á Kirkjubæ.
5. Guðjón Pétursson, f. 31. júlí 1935 á Kirkjubæ, d. 25. janúar 1985.

Brynja var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1964.
Brynja vann í Mjólkurbúðinni í Eyjum og var síðar bréfberi í Garðinum og Keflavík.
Þau Jón giftu sig, eignuðust tvö börn, bjuggu á Höfn í Hornafirði. Þau skildu
Þau Hörður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjubæ við Gos 1973, í Reykjavík um skeið, síðan í Garði frá 1974. Þau skildu.
Þau Þráinn búa saman. Þau eru barnlaus.
Brynja býr við Réttarholtsveg 13 í Garði.

I. Maður Brynju, (skildu), var Jón Benedikt Rafnkelsson frá Dýhóli í Nesjum, A.-Skaft., vélsmiður, lækningamiðill, f. 19. ágúst 1940, d. 23. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Rafnkell Jónsson rafvirki, bóndi, f. 22. apríl 1901 í Árnanesi í Nesjum, d. 23. febrúar 1991, og kona hans Arnbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1911 á Dallandi í Húsavík í N.-Múl, d. 4. apríl 1998.
Börn þeirra:
1. Rafnkell Jónsson staðarhaldari á Hólum í Hjaltadal, f. 27. maí 1964. Fyrrum sambúðarkona hans Rósa Matthíasdóttir. Kona hans Pálína Sigurðardóttir.
2. Lilja Berglind Jónsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 16. nóvember 1969. Fyrrum maður hennar Einar Hólm. Sambúðarmaður hennar Lars Dalton Haberg.

II. Maður Brynju, (skildu), var Hörður Steinþórsson verkamaður, f. 6. apríl 1936, d. 26. september 2020. Foreldrar hans voru Steinþór Steinsson verkamaður, f. 30. október 1905, d. 9. maí 1977, og Þórdís Sumarliðadóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1908, d. 13. júní 1981.
Börn þeirra:
3. Már Eyfjörð Harðarson flugvirki, f. 2. júlí 1974. Kona hans Fanney Magnúsdóttir.
4. Helgi Þór Harðarson sálfræðingur, f. 16. júlí 1975. Kona hans María Ragnarsdóttir.
5. Sigfús Benóný Harðarson lögreglumaður, f. 25. júní 1980. Kona hans Gyða Sigurðardóttir.

III. Sambúðarmaður Brynju er Þorsteinn Þráinn Þorsteinsson frá Sandbrekku á Héraði, málarameistari, f. 23. júlí 1941. Foreldrar hans voru Þorsteinn Sigfússon bóndi á Sandbrekku, f. 29. september 1898, d. 25. febrúar 1986, og kona hans Margrét Ingibjörg Geirmundsdóttir húsfreyja, f. 25. október 1899, d. 15. febrúar 1976. Þau eru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.