Ósk Pétursdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ósk Pétursdóttir.

Jónína Ósk Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja á Raufarhöfn fæddist 12. nóvember 1926 á Oddsstöðum og lést 24. maí 2016 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Pétur Guðjónsson bóndi, sjómaður frá Oddsstöðum, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, og fyrri kona hans Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja frá Tóarseli í Breiðdal, f. 17. apríl 1905, d. 18. október 1938.

Börn Guðrúnar og Péturs:
1. Jónína Ósk Pétursdóttir, f. 12. nóvember 1926 á Oddsstöðum, d. 24. maí 2016.
2. Guðlaug Pétursdóttir, f. 25. september 1928 á Aðalbóli.
3. Guðlaugur Magnús Pétursson, f. 5. ágúst 1931 á Kirkjubæ, d. 1. febrúar 2017.
4. Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1933 á Kirkjubæ.
5. Guðjón Pétursson, f. 31. júlí 1935 á Kirkjubæ, d. 25. janúar 1985.
Börn Péturs og Lilju Sigfúsdóttur, síðari konu hans:
6. Guðrún Rannveig Pétursdóttir, f. 10. desember 1939.
7. Árni Pétursson, f. 4. febrúar 1941, d. 9. október 1996.
8. Brynja Pétursdóttir, f. 16. ágúst1946.
9. Herbjört Pétursdóttir, f. 26. febrúar 1951, d. 2. maí 1999.

Ósk var með foreldrum sínum, en hún missti móður sína, er hún var tæpra 12 ára. Hún var með föður sínum og Lilju síðari konu hans.
Ósk vann snemma utan heimilis, mest við fiskiðnað, var verkakona á Kirkjubæ 1945.
Hún flutti til Reykjavíkur, vann þar ýmis störf. Á Raufarhöfn vann hún við síldarsöltun og við fiskiðnað í frystihúsi og við fiskvinnslu fjölskyldunnar.
Þau Björn giftu sig 1952, eignuðust sex börn. Þau fluttu til Raufarhafnar og bjuggu þar í rúm 50 ár, lengst í húsi sínu Setbergi.
Þau fluttu til Reykjavíkur 2002 vegna veikinda Björns og bjuggu við Grandaveg 47. Hann dvaldi að síðustu á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Björn lést 2006.
Ósk bjó að síðustu á Grandavegi 47 og lést 2016.

I. Maður Jónínu Óskar, (1. janúar 1952), var Björn Stefán Hólmsteinsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 21. janúar 1926 að Grjótnesi á Melrakkasléttu, d. 11. júlí 2006 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hólmsteinn Helgason oddviti, útgerðarmaður á Raufarhöfn, f. 5. maí 1893, d. 29. apríl 1988, og kona hans Jóhanna Björnsdóttir húsfreyja, f. 3. júlí 1901, d. 5. janúar 1994.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Björnsdóttir læknir, f. 18. mars 1953, d. 3. desember 2006. Maður hennar Ásbjörn Sigfússon, látinn.
2. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri, f. 11. ágúst 1955. Kona hans Margrét Þorvaldsdóttir.
3. Hólmsteinn Björnsson framkvæmdastjóri, f. 16. maí 1959. Kona hans Þorgerður Ása Tryggvadóttir.
4. Guðrún Rannveig Björnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. maí 1959. Fyrrum maður hennar Bergur Júlíusson.
5. Lilja Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 19. október 1960. Maður hennar Jón Ómar Finnsson.
6. Birna Björnsdóttir húsfreyja, skólastjóri, f. 31. október 1968. Maður hennar Ríkharður Reynisson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.