Njála Guðjónsdóttir (Oddsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Njála Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum fæddist 22. desember 1909 á Oddsstöðum og lést 16. apríl 1997.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson bóndi og líkkistusmiður, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, og fyrri kona hans Martea Guðlaug Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, f. 1. mars 1876, d. 24. júní 1921.

Börn Guðjóns á Oddsstöðum og fyrri konu hans Marteu Guðlaugar Pétursdóttur voru.
1. Kristófer, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981.
2. Pétur, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982.
3. Jón, f. 2. ágúst 1903, d. 12 febrúar 1967.
4. Herjólfur, f. 25. desember 1904, d. 31. janúar 1951.
5. Fanný, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.
6. Njáll Guðjónsson, f. 31. mars 1907, d. 16. janúar 1909 samkv. dánarskrá, en skráður tveggja mánaða gamall þar.
7. Njála, f. 22. desember 1909, d. 16. apríl 1997.
8. Guðmundur, f. 28. janúar 1911, d. 18. desember 1969.
9. Árni Guðjónsson, f. 21. júní 1912, d. 2. júní 1923.
10. Ósk, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.
11. Guðrún Guðjónsdóttir, f. 12. september 1915, d. 22. nóvember 1918.

Börn Guðjóns og síðari konu hans Guðrúnar Grímsdóttur húsfreyja, f. 10. júní 1888, d. 4. maí 1981.
12. Ingólfur, f. 7. febrúar 1917, d. 16. nóvember 1998.
13. Guðlaugur, f. 2. júní 1919, d. 2. júní 2008.
14. Árni, f. 12. mars 1923, d. 16. nóvember 2002.
15. Vilborg, f. 22. ágúst 1924, d. 8. maí 2015.
Fósturbörn Guðrúnar og Guðjóns voru:
16. Hjörleifur Guðnason, f. 5. júní 1925, d. 13. júní 2007, systursonur Guðrúnar.
17. Jóna Halldóra Pétursdóttir sonardóttir Guðjóns, f. 18. ágúst 1933.

Njála var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar lést er hún var 12 ára.
Hún ólst upp hjá föður sínum og Guðrúnu stjúpmóður sinni.
Hún giftist Tómasi 1930 og bjó í fyrstu með honum á Brekku við Faxastíg 4. Þau eignuðust Jóhönnu Guðbjörgu þar 1931.
Þau fluttust til Reykjavíkur þar sem Tómas var strætisvagnastjóri í 4-5 ár, en þá sneru þau til Eyja, bjuggu Helgafellsbraut 15 1940, byggðu húsið að Ásavegi 23 1947 og bjuggu þar.
Tómas lést 1950 og Njála fluttist til Reykjavíkur skömmu síðar, stundaði verslunarstörf.
Hún giftist Hrólfi 1956. Þau fluttust til Eyja 1968, en við Gos 1973 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Eftir lát Hrólfs 1991 fluttist hún til Jóhönnu dóttur sinnar í Reykjavík, en síðustu mánuði sína dvaldist hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Þar lést hún 1997.

Njála var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (24. október 1930), var Tómas Bjarnason bifreiðastjóri, f. 17. júlí 1908, d. 13. september 1950.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Guðbjörg Tómasdóttir verkakona, húsfreyja, f. 13. júlí 1931 á Brekku, d. 18. febrúar 2011. Maður hennar er Þorsteinn Gísli Óskarsson Laufdal frá Skagaströnd, bankastarfsmaður, f. 8. nóvember 1930.

II. Síðari maður Njálu, (30. desember 1956), var Hrólfur Kraki Sigurjónsson verkamaður frá Ísafirði, f. 30. september 1911, d. 6. maí 1991. Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurðsson sjómaður, f. 29. júní 1872, drukknaði 6. júní 1914, og kona hans Rósa Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1877, d. 6. júní 1959.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.