Herbjört Pétursdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Herbjört Pétursdóttir.

Herbjört Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, bókasafnsfræðingur, kennari, bókavörður, ferðaþjónustubóndi fæddist 26. febrúar 1951 á Kirkjubæ og lést 2. maí 1999 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Pétur Guðjónsson bóndi, sjómaður frá Oddsstöðum, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, og síðari kona hans Lilja Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1917, d. 15. október 1990.

Börn Lilju og Péturs:
1. Guðrún Rannveig Pétursdóttir, f. 10. desember 1939.
2. Árni Pétursson, f. 4. febrúar 1941, d. 9. október 1996.
3. Brynja Pétursdóttir, f. 16. ágúst1946.
4. Herbjört Pétursdóttir, f. 26. febrúar 1951, d. 2. maí 1999.
Börn Péturs og fyrri konu hans Guðrúnar Rannveigar Guðjónsdóttur:
1. Jónína Ósk Pétursdóttir, f. 12. nóvember 1926 á Oddsstöðum, d. 24. maí 2016.
2. Guðlaug Pétursdóttir, f. 25. september 1928 á Aðalbóli.
3. Guðlaugur Magnús Pétursson, f. 5. ágúst 1931 á Kirkjubæ, d. 1. febrúar 2017.
4. Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1933 á Kirkjubæ.
5. Guðjón Pétursson, f. 31. júlí 1935 á Kirkjubæ, d. 25. janúar 1985.

Herbjört var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum, var eitt ár í Menntaskólanum á Laugarvatni, en lauk síðan stúdentsprófi í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1972, lauk B.A-prófi í bókasafnsfræði í Háskóla Íslands 1979.
Herbjört var bókavörður á Bókasafni Kópavogs í hálfu starfi 1978-1979, var í hlutastarfi hjá Fræðsludeild kirkjunnar 1990-1991, rak ferðaþjónustu á Melstað í Miðfirði frá 1986 og var kennari og bókavörður við Laugabakkaskóla í Miðfirði 1998-1999.
Herbjört var formaður Félags bókasafnsfræðinema 1977-1978, formaður Ferðamálafélags Vestur-Húnvetninga frá stofnun þess árið 1991-1996, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra frá stofnun þeirra 1993-1994 og ritari 1995-1997, og var varaformaður Hagfélagsins ehf. (Atvinnuþróunarfélags Vestur-Húnvetninga) frá 1991-1996.
Herbjört var einnig fyrsti formaður foreldraráðs Laugarbakkaskóla.
Þau Guðni Þór giftu sig 1972, eignuðust fimm börn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu á Melstað í Miðfirði.
Herbjört lést 1999.

I. Maður Herbjartar, (2. desember 1972), er Guðni Þór Ólafsson prestur, prófastur, f. 6. apríl 1952. Foreldrar hans voru Ólafur Sigfússon frá Hjarðartúni í Hvolhreppi, Rang., búfræðingur, málarameistari, sveitarstjóri á Hvolsvelli, f. 29. september 1923 í Ey í V.-Landeyjum, d. 18. apríl 1991, og kona hans Guðrún Olga Stefánsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. þar 12. mars 1926, d. 24. september 1995.
Börn þeirra:
1. Ólafur Teitur Guðnason fréttamaður, aðstoðarmaður ráðherra, f. 2. október 1973. Kona hans Engilbjört Auðunsdóttir, látin.
2. Pétur Rúnar Guðnason markaðsstjóri, f. 27. mars 1975. Fyrrum kona hans Helga Bjarnadóttir.
3. Árni Þorlákur Guðnason grunnskólakennari í Þýskalandi, f. 23. desember 1980. Kona hans Christine Zepperlitz.
4. Lilja Írena Guðnadóttir grunnskólakennari, aðstoðarskólastjóri, f. 6. júní 1983. Fyrrum maður hennar Andrés Björgvin Böðvarsson.
5. Eysteinn Guðni Guðnason öryggisvörður, f. 16. ágúst 1984. Kona hans Telma Khoshkhoo.
Fósturdóttir hjónanna:
6. Sólrún Dögg Árnadóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 29. maí 1973. Maður hennar Ágúst Frímann Jakobsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.