Ritverk Árna Árnasonar/Guðlaugur Guðjónsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kynning.

Guðlaugur Guðjónsson.
Anna Pálína Sigurðardóttir.

Guðlaugur Guðjónsson trésmíðameistari og forstjóri fæddist 2. júní 1919 og lést 2. júní 2008.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi og líkkistusmiður á Oddsstöðum, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, og síðari kona hans, Guðrún Grímsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1888, d. 4. maí 1981.

Börn Guðjóns á Oddsstöðum og fyrri konu hans Marteu Guðlaugar Pétursdóttur voru.
1. Kristófer, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981.
2. Pétur, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982.
3. Jón, f. 2. ágúst 1903, d. 12 febrúar 1967.
4. Herjólfur, f. 25. desember 1904, d. 31. janúar 1951.
5. Fanný, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.
6. Njáll Guðjónsson, f. 31. mars 1907, d. 16. janúar 1909 samkv. dánarskrá, en skráður tveggja mánaða gamall þar.
7. Njála, f. 22. desember 1909, d. 16. apríl 1997.
8. Guðmundur, f. 28. janúar 1911, d. 18. desember 1969.
9. Árni Guðjónsson, f. 21. júní 1912, d. 2. júní 1923.
10. Ósk, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.
11. Guðrún Guðjónsdóttir, f. 12. september 1915, d. 22. nóvember 1918.

Börn Guðjóns og síðari konu hans Guðrúnar Grímsdóttur húsfreyja, f. 10. júní 1888, d. 4. maí 1981.
12. Ingólfur, f. 7. febrúar 1917, d. 16. nóvember 1998.
13. Guðlaugur, f. 2. júní 1919, d. 2. júní 2008.
14. Árni, f. 12. mars 1923, d. 16. nóvember 2002.
15. Vilborg, f. 22. ágúst 1924, d. 8. maí 2015.
Fósturbörn Guðrúnar og Guðjóns voru:
16. Hjörleifur Guðnason, f. 5. júní 1925, d. 13. júní 2007, systursonur Guðrúnar.
17. Jóna Halldóra Pétursdóttir sonardóttir Guðjóns, f. 18. ágúst 1933.

Kona Guðlaugs var Anna Pálína, f. 30. ágúst 1920, d. 5. desember 2004, Sigurðardóttir.
Börn Guðlaugs og Önnu:
1. Guðjón, f. 4. desember 1940. Fyrrum kona hans Guðrún Margrét Guðjónsdóttir. Kona hans Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir.
2. Sigríður, f. 4. maí 1945, gift Sigurgeiri Þór Sigurðssyni.
3. Guðrún, f. 1. febrúar 1953, gift (skildu) Henry Henriksen.
4. Inga Hrönn, f. 4. nóvember 1958, gift Birki Agnarssyni.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Guðlaugur er einn af kunnustu Elliðaeyingum nútímans sem aðrir bræður hans. Hann er rösklega meðalmaður á hæð, fremur grannur að holdafari en herðabreiður, skolhærður, en ljós yfirlitum, fríður sýnum, léttur í skapi, en skapfastur, söngvinn og ræðinn og kátur, góður félagi og traustur að störfum, reglumaður á vín og tóbak, sem má telja nær einstakt nú til dags.
Hann er lipur í hreyfingum, snar og átakadrjúgur, iðjusamur við störf og þrautseigur.
Lífsstarf hans eru smíðar og er hann einn af hluthöfum „H/F Smiður“ hér í bæ.
Guðlaugur hefur stundað veiðar síðan í barnæsku og mest í Elliðaey, enda hennar maður í húð og hár. Hann er sagður góður bjargmaður og talinn til betri veiðimanna nútímans, enda einn af þeim, sem gert hefir sitt til að auka hróður veiðigarpa Elliðaeyjar. Hin síðari árin hefir hann minna gefið sig að veiðum og veldur því atvinna hans.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.