Guðrún Rannveig Pétursdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Rannveig Pétursdóttir.

Guðrún Rannveig Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, starfsmaður Pósts & síma fæddist þar 10. desember 1939 og lést 19. maí 2015 á Hrafnistu í Reykjanesbæ.
Foreldrar hennar voru Pétur Guðjónsson bóndi, sjómaður frá Oddsstöðum, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, og síðari kona hans Lilja Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1917, d. 15. október 1990.

Börn Lilju og Péturs:
1. Guðrún Rannveig Pétursdóttir, f. 10. desember 1939, d. 19. maí 2015.
2. Árni Pétursson, f. 4. febrúar 1941, d. 9. október 1996.
3. Brynja Pétursdóttir, f. 16. ágúst 1946.
4. Herbjört Pétursdóttir, f. 26. febrúar 1951, d. 2. maí 1999.
Börn Péturs og fyrri konu hans Guðrúnar Rannveigar Guðjónsdóttur:
1. Jónína Ósk Pétursdóttir, f. 12. nóvember 1926 á Oddsstöðum, d. 24. maí 2016.
2. Guðlaug Pétursdóttir, f. 25. september 1928 á Aðalbóli.
3. Guðlaugur Magnús Pétursson, f. 5. ágúst 1931 á Kirkjubæ, d. 1. febrúar 2017.
4. Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1933 á Kirkjubæ.
5. Guðjón Pétursson, f. 31. júlí 1935 á Kirkjubæ, d. 25. janúar 1985.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann lengi hjá Pósti & síma. Eftir flutning í Garðinn starfaði hún mikið með Slysavarnadeildinni, var formaður hennar um árabil.
Þau Jóel giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í húsi foreldra hennar á Kirkjubæ, keyptu síðan Eystri Oddsstaði og bjuggu þar með vært var.
Þau fluttu í Garðinn og bjuggu þar síðan.
Jóel drukknaði 1981.
Guðrún Rannveig dvaldi síðast á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Hún lést 2015.

I. Maður Guðrúnar Rannveigar, (10. október 1958), var Jóel Guðmundsson sjómaður, skipstjóri, f. 1. júlí 1936, drukknaði 4. mars 1981.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson bifreiðastjóri, f. 5. maí 1958. Ókv.
2. Sævar Ingi Jóelsson verkamaður, f. 19. nóvember 1963. Ókv.
3. Lilja Jóelsdóttir húsfreyja, starfsmaður leikskóla, f. 28. júlí 1965. Maður hennar Guðjón Vilmar Reynisson.
4. Sigrún Jóelsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1969. Maður hennar Baldvin Vilhjálmsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 10. júní 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.