Stella Ögmundsdóttir (Litlalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. janúar 2022 kl. 15:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. janúar 2022 kl. 15:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðbjörg ''Stella'' Ögmundsdóttir''' húsfreyja, verslunarmaður í Vík í Mýrdal fæddist 11. október 1933.<br> Foreldrar hennar voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 17. maí 1899, d. 16. mars 1992. Börn Guðrúnar og Ögmun...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Vík í Mýrdal fæddist 11. október 1933.
Foreldrar hennar voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 17. maí 1899, d. 16. mars 1992.

Börn Guðrúnar og Ögmundar:
1. Jón Sveinbjörn Ögmundsson, f. 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi, d. 19. júlí 1945.
2. Margrét Ögmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. ágúst 1925 í Kornhól, d. 8. apríl 2009.
3. Ólafur Friðrik Ögmundsson bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, síðar á Selfossi, f. 7. nóvember 1926 í Kornhól, d. 20. apríl 2010.
4. Sigurður Ögmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1928 í Kornhól, d. 25. apríl 1987.
5. Ágúst Ögmundsson vélstjóri, síðar starsfmaður símans í Danmörku, f. 7. apríl 1932 á Auðsstöðum, (Brekastíg 15b), d. 19. júní 2003.
6. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. október 1933.
7. Sigurbjörn Ögmundsson skipstjóri í Hrísey, f. 29. maí 1935 á Múla við Bárugötu 14 B, d. 18. apríl 2015.
8. Málfríður Ögmundsdóttir fulltrúi í Kópavogi, f. 25. nóvember 1939 á Litlalandi.
9. Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarmaður á Selfossi, f. 16. júní 1944 á Kirkjuvegi 59, Litlalandi.
10. Jón Ögmundsson vélvirki við Sigölduvirkjun, f. 18. september 1945 á Litlalandi.
Börn Ögmundar og Rannveigar Óladóttur fyrri konu hans:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944. Fósturforeldrar hans voru Nikulás Illugason og Kristín Pálsdóttir í Sædal við Vesturveg 6.

Stella var með foreldrum sínum.
Þau Guðni Óskar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Guðbjörg var bústýra í Vík 1952-1953, húsfreyja þar frá 1953. Þau Guðni keyptu árið 1958 húsið Fögrubrekku í Vík í Mýrdal og bjuggu þar til ársins 2009, en þá fluttu þau til Reykjavíkur.
Guðni Óskar lést 2017. Guðbjörg Stella býr í Boðaþingi í Kópavogi.

I. Maður Guðbjargar Stellu, (28. janúar 1953), var Guðni Óskar Gestsson frá Stakkholti, bifvélavirki, vörubílstjóri, f. 28. janúar 1929, d. 4. maí 2017 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Guðrún Dröfn Guðnadóttir, f. 18. mars 1954. Maður hennar Sigþór Ingvarsson.
2. Sigrún Harpa Guðnadóttir, f. 12. mars 1958. Barnsfaðir hennar Bjartmar Guðlaugsson. Sambúðarmaður Guðmundur Þ. Ragnarsson.
3. Ögmundur Jón Guðnason, f. 28. júní 1966. Kona hans Elísabet G. Þorsteinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 27. maí 2017. Minning Guðna Óskars.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.