Guðni Óskar Gestsson
Guðni Óskar Gestsson bifvélavirki, vörubifreiðastjóri fæddist 28. janúar 1929 í Stakkholti við Vestmannabraut 49 og lést 4. maí 2017 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Gestur Gíslason frá Suður-Nýjabæ í Djúpárhreppi, Rang., trésmiður, f. 26. júlí 1906, d. 4. ágúst 1994, og barnsmóðir hans Guðrún Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 17. janúar 1907 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 12. október 1984.
Gestur faðir Guðna Óskars var bróðir
1. Kjartans Runólfs Gíslasonar fisksala
og hálfbróðir
2. Guðmundar Kristins Gíslasonar bræðslumanns.
Guðni var með móður sinni í Vík í Mýrdal 1941, hjá fósturforeldrum sínum þar frá 1952.
Hann flutti ungur til Reykjavíkur, lærði bifvélavirkjun.
Guðni starfaði lengi við bifvélavirkjun á bílaverkstæði Verslunarfélags Vestur-Skaftfellinga og árið 1972 hóf hann að keyra vörubíla hjá Kaupfélagi Vestur-Skaftfellinga og lauk þar starfsferli sínum.
Þau Guðbjörg Stella giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau keyptu árið 1958 húsið Fögrubrekku í Vík í Mýrdal og bjuggu þar til ársins 2009, en fluttu þá til Reykjavíkur.
Guðni Óskar lést 2017.
Guðbjörg býr í Boðaþingi í Kópavogi.
I. Kona Guðna Óskars, (28. janúar 1953), er Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir frá Litlalandi, húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. október 1933.
Börn þeirra:
1. Guðrún Dröfn Guðnadóttir verslunarmaður, f. 18. mars 1954. Maður hennar Sigþór Ingvarsson Sigurjónssonar.
2. Sigrún Harpa Guðnadóttir viðskiptafræðingur, ritari, f. 12. mars 1958. Barnsfaðir hennar Bjartmar Guðlaugsson. Sambúðarmaður hennar Guðmundur Þ. Ragnarsson.
3. Ögmundur Jón Guðnason bifvélavirki á Höfn í Hornafirði, f. 28. júní 1966. Kona hans Elísbet Þorsteinsdóttir Matthíassonar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 27. maí 2017. Minning Guðna Óskars.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.