Eyjólfur Eiríksson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. janúar 2016 kl. 12:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. janúar 2016 kl. 12:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Eyjólfur Eiríksson''' bóndi í Norðurbænum (áður Norður-Hlaðbær) á Kirkjubæ fæddist 6. ágúst 1835 og lést 2. febrúar 1897.<br> Faðir...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Eiríksson bóndi í Norðurbænum (áður Norður-Hlaðbær) á Kirkjubæ fæddist 6. ágúst 1835 og lést 2. febrúar 1897.
Faðir hans var Eiríkur bóndi á Lambhúshóli u. Eyjafjöllum 1840, f. 30. júní 1787 í Skálakoti u. Eyjafjöllum, d. 6. október 1848, Einarsson bónda í Miðskála og Björnskoti u. Eyjafjöllum, f. 1758 í Skálakoti, d. 4. september 1819, Sighvatssonar bónda í Skálakoti, f. 1710, Filippussonar, og konu Sighvats, Sesselju húsfreyju, f. um 1722, Gísladóttur.
Móðir Eiríks á Lambhúshóli og kona Einars í Miðskála og Björnskoti var Guðrún, f. 1759 í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum, d. 11. júlí 1843, Eiríksdóttir bónda í Neðri-Dal þar, f. 1726, á lífi 1762, Einarssonar, og konu Eiríks í Neðri-Dal, Arnþrúðar húsfreyju og síðar bónda í Næfurholti á Rangárvöllum, f. 1733, d. 29. mars 1814 í Björnskoti, Þorleifsdóttur.

Móðir Eyjólfs á Kirkjubæ var Margrét húsfreyja í Lambhúshól 1840, f. 1799 í Efra-Hólakoti, d. 13. júní 1873, Eyjólfsdóttir, og konu Eyjólfs, Margrétar húsfreyju í Efra-Hólakoti u. Eyjafjöllum 1801, f. 9. október 1769 á Harða-Velli u. Eyjafjöllum, Pétursdóttur.

Eyjólfur var léttadrengur í Björnskoti þar 1845, vinnudrengur þar 1850, ókvæntur vinnumaður á Efri-Þverá 1860.
Þau Jórunn giftu sig 1865, fluttust til Eyja með Gísla og Margréti 1869 og fengu byggingu fyrir Norður-Hlaðbæ á því ári. Þau færðu bæinn úr Kirkjubæjarþyrpingunni norður fyrir hana 1870. Bærinn gekk síðan undir nafninu Norðurbær.
Eyjólfur var kvæntur húsráðandi, sjávarbóndi á Kirkjubæ árið 1870 með Jórunni húsfreyju og börnunum Margréti 5 ára, Gísla 3 ára. Vinnumaður var Sigurður Vigfússon, (síðar á Fögruvöllum) og niðursetningur var ekkjan Þóra Jónsdóttir, (ekkja eftir Bjarna Magnússon, sem fórst með Blíð 1869).
Við manntal 1890 var hann enn á Kirkjubæ með Jórunni og börnunum Gísla, Guðjóni, Rósu og Jóel og niðursetningnum Jóhönnu Hjálmarsdóttur (Ísakssonar), 6 ára.

Kona Eyjólfs á Kirkjubæ (1865) var Jórunn Skúladóttir húsfreyja á Kirkjubæ f. 26. nóvember 1835 á Skeiðflöt í Mýrdal, d 3. júlí 1909.
Börn Eyjólfs og Jórunnar voru:
1. Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja í Gerði, f. 24. júní 1865, d. 29. janúar 1937.
2. Gísli Eyjólfsson á Búastöðum, f. 17. apríl 1867, d. 6. maí 1914.
3. Skúli Eyjólfsson, f. 2. júní 1868, d. 26. júní 1868.
4. Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 17. júní 1869, d. 29. september 1869 úr „kýlaveiki eða útbrotum“.
5. Jóhanna Steinvör Eyjólfsdóttir, f. 16. desember 1870, d. 3. janúar 1871 úr „algengri barnaveiki“.
6. Guðjón Eyjólfsson á Kirkjubæ, f. 9. mars 1872, d. 14. júlí 1935.
7. Sigrún Eyjólfsdóttir, f. 15. desember 1874, d. 3. september 1876 úr „barnaveiki“.
8. Rósa Eyjólfsdóttir húsfreyja í Þorlaugargerði, f. 3. júní 1876, d. 30. október 1944.
9. Jóel Eyjólfsson á Sælundi, f. 4. nóvember 1878, d. 28. september 1944.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestmannaeyjar – byggð og eldgos. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Ísafoldarprentsmiðja 1973.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns, p. 6313/6361-6362


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.