Rósa Eyjólfsdóttir (Þorlaugargerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Rósa Eyjólfsdóttir


Rósa Eyjólfsdóttir fæddist 3. júní 1876 og lést 30. október 1944. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eiríksson og Jórunn Skúladóttir.

Eiginmaður Rósu hét Jón Pétursson og var bátasmiður. Uppeldissonur þeirra var Jón Guðjónsson frá Oddsstöðum.

Þau fengu byggingu fyrir Þorlaugargerði eystra árið 1905, endurbyggðu íbúðarhúsið og bjuggu þar. Jón Pétursson lést 1932 en Rósa bjó í Þorlaugargerði til dauðadags og tók uppeldissonur þeirra, Jón, þá við búskap á jörðinni.

Frekari umfjöllun

Rósa Eyjólfsdóttir húsfreyja í Þorlaugargerði fæddist 3. júní 1876 á Kirkjubæ og lést 30. október 1944.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eiríksson frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, bóndi á Kirkjubæ, f. 1835, d. 2. febrúar 1897, og kona hans Jórunn Skúladóttir, f. 26. nóvember 1835, d. 3. júlí 1909.

Rósa var alsystir Guðjóns á Kirkjubæ, Margrétar í Gerði, Jóels á Sælundi og Gísla á Búastöðum.
Maður Rósu (1899) var Jón Pétursson bóndi og smiður í Þorlaugargerði, f. 21. júlí 1868 á Búðarhóli í A-Landeyjum, d. 18. júní 1932.

Börn Jóns og Rósu:
1. Októ Ármann Jónsson, f. 14. desember 1900, d. 1. desember 1933.
2. Laufey Kristín Jórey Jónsdóttir, f. 8. júní 1910, d. 9. júní 1936.
Fósturbörn þeirra Rósu:
3. Jón Guðjónsson frá Oddsstöðum, systursonur Jóns Péturssonar, f. 2. ágúst 1903, d. 12. febrúar 1967.
4. Guðfinna Sigbjörnsdóttir, f. 15. nóvember 1903, d. 1. maí 1967, dóttir Kristínar Magnúsínu Pétursdóttur, systur Jóns Péturssonar, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924. Faðir Guðfinnu var Sigbjörn Björnsson á Ekru, f. 8. september 1876, d. 21. maí 1962.
5. Ársól Svafa Sigurðardóttir, f. 29. janúar 1917, d. 21. janúar 1995. Hún var líka dóttir Kristínar Magnúsínu Pétursdóttur og hálfsystir Guðfinnu Sigbjörnsdóttur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.