Jóhanna Hjálmarsdóttir (Stóra-Gerði)
Jóhanna Hjálmarsdóttir frá Stóra-Gerði fæddist 23. september 1884 og lést 31. maí 1912.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Ísaksson, f. 7. september 1860, d. 3. október 1929 og barnsmóðir hans Kristín Jónsdóttir vinnukona frá Stóra-Gerði, f. 24. september 1861, d 24. maí 1907.
Jóhanna var nýfædd á Kirkjubæ hjá Jórunni Skúladóttur og Eyjólfi Eiiríkssyni, í dvöl þar 1885-1888, á sveit þar 1889 og enn 1895.
Hún var vinnuhjú í Nöjsomhed 1901, var á Kirkjubæ 1909 með Jórunni Svöfu á 1. ári, en Jónína Rakel var hjá Hjálmari afa sínum í Kuðungi. Jóhanna var í Gvendarhúsi 1910 með Jóhönnu Svöfu, en Jónína Rakel var í Kuðungi.
Jóhanna var sjúklingur hjá föður sínum í Kufungi 1911 með Jórunni Svöfu 2 ára og Jónínu Rakel 3 ára.
Hún lést 1912.
I. Barnsfaðir Jóhönnu var Peter Andersen úr Reykjavík.
Barn þeirra var
1. Jónína Rakel Pétursdóttir, f. 10. janúar 1908, d. 1. janúar 1915.
II. Barnsfaðir hennar var Hagbert Knudsen, f. 9. febrúar 1885.
Barn þeirra var
2. Jórunn Svafa Hagberts, f. 11. júlí 1909, síðast í Reykjavík, d. 26. júlí 1966. Hún var barn hjá Jónínu Guðnadóttur í Haga 1920.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.