Margrét Eyjólfsdóttir (Stóra-Gerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Margrét Eyjólfsdóttir.

Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði fæddist 24. júní 1865 og lést 29. janúar 1937.
Faðir hennar var Eyjólfur bóndi á Kirkjubæ, f. 9. október 1835, d. 2. febrúar 1897, Eiríksson bónda í Björnskoti og á Lambhúshóli undir Eyjafjöllum 1845, f. 30. júní 1787 í Skálakoti undir Eyjafjöllum, d. 6. október 1848, Einarssonar bónda í Miðskála 1801, Björnskoti 1816, f. 1758 í Skálakoti, d. 4. september 1819, og konu Einars, Guðrúnar húsfreyju, f. 1759 í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum, d. 11. júlí 1843, Eiríksdóttur.
Móðir Eyjólfs á Kirkjubæ og kona Eiríks á Lambhúshóli var Margrét húsfreyja, f. 1799, d. 13. júní 1873, Eyjólfsdóttir (hann er látinn fyrir mt. 1801), og konu Eyjólfs, Margrétar í Efra-Hólakoti 1801 og 1816, f. 9. október 1769 á Harðavelli í Holtssókn, Pétursdóttur.

Móðir Margrétar í Gerði og kona Eyjólfs á Kirkjubæ var Jórunn húsfreyja, f. 26. nóvember 1835, d. 3. júlí 1909, Skúladóttir bónda lengst á Skeiðflöt í Mýrdal, f. 1797, d. 1. desember 1848, hrapaði í snjóflóði í Hafursey, Markússonar bónda í Bólstað og Pétursey í Mýrdal, f. 1764, d. 18. febrúar 1837, Árnasonar og konu Markúsar, Elínar húsfreyju, f. 1766, d. 16. október 1840, Skúladóttur.
Móðir Jórunnar og barnsmóðir Skúla Markússonar var Margrét, þá vinnukona á Skeiðflöt, f. 30. nóvember 1802 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 17. júní 1862 í Pétursey, Gísladóttir bónda í Pétursey, f. 1774, d. 23. júní 1819 í Pétursey, Guðmundssonar, og konu Gísla í Pétursey, Jórunnar húsfreyju, f. 1769, d. 22. desember 1826 í Pétursey, Einarsdóttur.

Maður Margrétar í Gerði (1887) var Guðlaugur Jóhann Jónsson bóndi í Gerði, f. 11. nóvember 1866, d. 25. apríl 1948.

Börn Margrétar og Guðlaugs voru:
1. Stefán Sigfús útgerðarmaður og formaður, f. 6. desember 1888, d. 13. febrúar 1965, kvæntur Sigurfinnu Þórðardóttur húsfreyju í Lital Gerði, f. 21. júlí 1883, d. 13. nóvember 1968.
2. Auðbjörg, f. 23. ágúst 1900, d. 23. júní 1986. Hún var húsfreyja á Hólmum og Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, síðan að Ártúnum á Rangárvöllum, kona Magnúsar Gunnarssonar bónda, f. 13. júlí 1896, d. 13. apríl 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.