Blik 1974/Myndasyrpa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. desember 2009 kl. 18:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. desember 2009 kl. 18:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1974



Myndir



Þessi mynd mun vera um það bil 50 ára gömul.
Hún er af sigursælum knattspyrnugörpum úr Knattspyrnufélaginu Tý í Vestmannaeyjum. -
Aftasta röð frá vinstri: Þórarinn Guðmundsson frá Háeyri, Þorgeir Frímannsson, Hvassafelli, Friðrik Jesson frá Hóli, Jóhann Gunnar Ólafsson frá Reyni, Frímann Helgason, Fögrubrekku. - Miðröð frá vinstri: Óskar Sigurhansson, Brimnesi, Guðni Jónsson, Ólafshúsum, Hallvarður Sigurðsson, Pétursborg. - Fremsta röð frá vinstri: Ólafur Magnússon, Sólvangi (sjá Bréf til vinar míns og frænda hér í ritinu), Einar Sigurðsson, Heiði (sjá skrif mín hér í ritinu um endalok Kf. Fram), Aðalsteinn Sigurhansson, Brimnesi.
Aftasta röð frá vinstri: Þórarinn Guðmundsson frá Háeyri, Óskar Valdason frá Sandgerði, Tómas Jóhannsson, Vöruhúsinu, Aðalsteinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, Skarphéðinn Vilmundarson frá Hjarðarholti. - Miðröð frá vinstri: Hallvarður Sigurðsson frá Pétursborg, Þorgeir Frímannsson frá Hvassafelli, Gísli Finnsson frá Sólbakka. -Fremsta röð frá vinstri: Oddgeir Kristjánsson frá Heiðarbrún, Sigurjón Helgason Bachmann og Karl Vilmundarson frá Hjarðarholti. - Öll heimilin voru þekkt í Eyjum á sínum tíma.
KNATTSPYRNULIÐ K.V. 1920-1922.
Aftasta röð frá vinstri: Hjálmar Eiríksson, Vegamótum, hœgri framherji, Jóhann A. Bjarnasen, Dagsbrún, vinstri innherji, Georg L. Gíslason, Stakkagerði, miðframherji, Filippus G. Árnason, Ásgarði, hægri innherji, Kristinn Ólafsson frá Reyni, vinstri framherji.
- Miðröð frá vinstri: Lárus G. Árnason, Búastöðum, vinstri framvörður, Sigurður Sveinsson frá Sveinsstöðum, miðframvörður, Árni Árnason, Grund, hœgri framvörður.
-Fremsta röð frá vinstri: Óskar A. Bjarnasen, Dagsbrún, hægri bakvörður, Guðmundur Helgason, Steinum, markvörður, Jón Jónasson, Múla, vinstri bakvörður.
-Í raun voru þetta allt félagar í Íþróttafélaginu Þór nema Jóhann A. Bjarnasen og Kristinn Ólafsson.
KNATTSPYRNULIÐ TÝS á fyrstu starfsárum þess.
Efsta röð frá vinstri: Ingólfur Guðjónsson frá Skaftafelli, Helgi Pálsson frá Laufholti, Óskar Valdason frá Sandgerði, Júlíus Sigurðsson frá Skjaldbreið, Sigurjón Valdason frá Sandgerði. - Miðröð frá vinstri: Árni Guðmundsson frá Háeyri, Alfreð Sturluson frá Hvassafelli, Páll Ingibergsson frá Hjálmholti.
- Fremsta röð frá vinstri: Friðjón Sigurðsson frá Skjaldbreið, Oddgeir Kristjánsson frá Heiðarbrún og Steingrímur Björnsson frá Kirkjulandi.
- Myndin mun tekin á árunum 1923-1925. Heimilin voru þekkt í Eyjum á sínum tíma.