Vöruhúsið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vöruhúsið nýbyggt.

Húsið Vöruhúsið við Skólaveg 1 og var byggt fyrir Einar Ríka árið 1926. Þegar geymsluhúsið Marland var ennþá uppi var hægt að ganga í kjallara Vöruhússins í þar til gerðum göngum. Lengst af var verslað með matvöru í Vöruhúsinu; Bæjarbúðin, Verslun Guðjóns Scheving og Eyjakjör voru slíkar verslanir en einnig var raftækjaverslunin Kjarni þar til húsa. Einnig var Bókabúðin Helgafell þarna til húsa auk Ragga rakara, ljósmyndastofu og Athafnaverinu. Verbúðir voru líka í húsinu í fyrri tíð.

Nú eru veitingahúsið Café María, á neðri hæð, og ölstofan Conero, á efri hæð, þar til húsa.

Helstu atriði í eigenda- og íbúasögu


Heimildir

  • Skólavegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.