Sigurður Ögmundsson (Litlalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. janúar 2022 kl. 13:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. janúar 2022 kl. 13:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|262x262dp|''Sigurður Ögmundsson. '''Sigurður Ögmundsson''' frá Litlalandi, skipstjóri fæddist 18. desember 1928 á Kornhól við Strandveg 1B og lést 25. apríl 1987 á Selfossi.<br> Foreldrar hans voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir (...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Ögmundsson.

Sigurður Ögmundsson frá Litlalandi, skipstjóri fæddist 18. desember 1928 á Kornhól við Strandveg 1B og lést 25. apríl 1987 á Selfossi.
Foreldrar hans voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 17. maí 1899, d. 16. mars 1992.

Börn Guðrúnar og Ögmundar:
1. Jón Sveinbjörn Ögmundsson, f. 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi, d. 19. júlí 1945.
2. Margrét Ögmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. ágúst 1925 í Kornhól, d. 8. apríl 2009.
3. Ólafur Friðrik Ögmundsson bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, síðar á Selfossi, f. 7. nóvember 1926 í Kornhól, d. 20. apríl 2010.
4. Sigurður Ögmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1928 í Kornhól, d. 25. apríl 1987.
5. Ágúst Ögmundsson vélstjóri, síðar starsfmaður símans í Danmörku, f. 7. apríl 1932 á Auðsstöðum, (Brekastíg 15b), d. 19. júní 2003.
6. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. október 1933.
7. Sigurbjörn Ögmundsson skipstjóri í Hrísey, f. 29. maí 1935 á Múla við Bárugötu 14 B, d. 18. apríl 2015.
8. Málfríður Ögmundsdóttir fulltrúi í Kópavogi, f. 25. nóvember 1939 á Litlalandi.
9. Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarmaður á Selfossi, f. 16. júní 1944 á Kirkjuvegi 59, Litlalandi.
10. Jón Ögmundsson vélvirki við Sigölduvirkjun, f. 18. september 1945 á Litlalandi.
Börn Ögmundar og Rannveigar Óladóttur fyrri konu hans:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944. Fósturforeldrar hans voru Nikulás Illugason og Kristín Pálsdóttir í Sædal við Vesturveg 6.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, á Kornhól, flutti með þeim að Laugalandi við Vestmannabraut, var með þeim á Auðsstöðum við Brekastíg, á Múla við Bárustíg 14 og að Litlalandi við Kirkjuveg frá 1935.
Hann var eitt ár mjólkurpóstur í Þorlaugargerði og í sveit á sumrum.
Sigurður tók vélstjóranámskeið 1946 og tók hið meira fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1952.
Hann hóf sjómennsku 14 ára árið 1943 og stundaði til 1976, var háseti, vélstjóri, og skipstjóri frá 1954, fyrst á Ísleifi VE 63, síðan Ísleifi III. Hann var með ýmsa fleiri báta, en síðast stjórnaði hann Suðurey VE árið 1976.
Eftir að hann fór í land stundaði hann vélgæslustörf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Þau Þórunn Margrét giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Litlalandi og keyptu síðan Sólbakka við Hásteinsveg 3 og bjuggu þar síðan.
Þau fluttu til Selfoss 1985 og þar vann Sigurður á Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Árnesinga þangað til að hann hætti vegna veikinda.
Sigurður lést á heimili sínu 1987.

I. Kona Sigurðar, (18. desember 1952), var Þórunn Margrét Traustadóttir frá Grímsey, húsfreyja, f. 13. mars 1931, d. 28. nóvember 1999.
Börn þeirra:
1. Inga Dóra Sigurðardótttir, f. 23. október 1954, býr í Danmörku. Maður hennar Friðrik Karlsson.
2. Ögmundur Brynjar Sigurðsson, f. 1. nóvember 1955, býr í Danmörku. Kona hans Elsa Karin Thune.
3. Anna Linda Sigurðardóttir, f. 10. ágúst 1960. Maður hennar Magnús Hermannsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.