Guðrún Jónsdóttir (Bjarkarlundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. mars 2018 kl. 21:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2018 kl. 21:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur og Guðrún.

Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Bjarkarlundi, (Vallargötu 6) fæddist 6. febrúar 1882 og lést 17. september 1959.
Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason, þá bóndi á Hjarðarbóli á Snæfellsnesi, f. 19. apríl 1832, d. 8. apríl 1917, og kona hans Guðrún Margrét Oddsdóttir húsfreyja frá Fjarðarhorni í Hraunsfirði á Snæfellsnesi, f. 19. ágúst 1854, d. í júní 1910 í Fagurhól.
Guðrún var 8 ára með foreldrum sínum í Hraunkoti í Hnappadalssýslu 1890.
Hún var vinnukona á Bóndhóli í Borgarhreppi 1902, er þau Guðmundur kynntust. Þau gengu í hjónaband 31. júlí 1906.
Þau hjón voru á Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd 1906-1907, verkamannshjón í Reykjavík 1907-1913, bændahjón í Sólheimatungukoti í Mýrasýslu 1913-1914, húsmannshjón í Litla-Skarði þar 1914-20, - hún var þar bústýra. Þau voru bændahjón á Laugalandi í Stafholtstungum 1920-1929 og Bjargarsteini þar 1929-1930, en fluttust þau til Eyja 1931.
Guðrún var húsfreyja í Eyjum, bjó fyrst í Langa-Hvammi, síðan í Hrísnesi, þá á Reynifelli, en síðast dvöldu þau hjón hjá dóttur sinni Guðrúnu Margréti í Bjarkarlundi.

Maður Guðrúnar var Guðmundur Kristjánsson húsmaður, bóndi, síðan verkamaður í Eyjum, stundaði gúmmíviðgerðir í herbergi í Baðhúsinu, - „gúmmílímari“ kallaður.
Börn Guðrúnar og Guðmundar voru:
1. Kristinn verkamaður á Skagaströnd, f. 11. ágúst 1903, d. 1. desember 1986. Kona hans var Þórunn Sigurðardóttir.
2. Guðlaugur Sigurbjörn, f. 25. júní 1907, d. 22. júlí 1908.
3. Guðrún Margrét húsfreyja á Reynifelli og í Bjarkarlundi, f. 20. júní 1909, d. 7. júlí 2000, gift Guðsteini Þorbjörnssyni sjómanni.
4. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 9. ágúst 1910, d. 20. febrúar 1911.
5. Kristján verkamaður, síðar bóndi á Skagaströnd, f. 2. desember 1911, d. 16. apríl 1979. Hann var fyrr kvæntur Guðnýju Ingibjörgu Einarsdóttur frá Siglufirði, síðar Fjólu Gísladóttur.
6. Sigrún, f. 23. janúar 1915, d. 18. ágúst 2008. Hún var fyrr gift Guðmundi Guðmundssyni málarameistara, síðar gift Þórði Ólafssyni sjómanni í Eyjum og Grindavík.
7. Jónína Lilja húsfreyja, f. 21. maí 1920, d. 14. febrúar 2004. Sambýlismaður hennar var Axel Sveinsson verkamaður, sjómaður, en síðari maður hennar var Einar Jónsson sjómaður á Kalmanstjörn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.