Guðrún Margrét Oddsdóttir (Fagurhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Margrét Oddsdóttir í Fagurhól fæddist 19. ágúst 1854 á Fjarðarhorni á Snæfellsnesi og lést í Fagurhól í júní 1910.
Faðir hennar var Oddur bóndi í Höfðakoti í Setbergssókn 1855, Hellnafelli þar 1860, síðar á Kirkjufelli þar, í Árnabotni í Hraunsfirði 1890, f. 2. apríl 1823 í Setbergssókn, Jónsson, sem var í Drápuhlíð í Helgafellssókn 1801, f. 22. febrúar 1790, Illugasonar bónda, hreppstjóra, fálkafangara og meðhjálpara í Drápuhlíð, f. 1759, d. 4. febrúar 1799, Illugasonar, og konu Illuga í Drápuhlíð, Ingibjargar húsfreyju og ekkju þar 1801, f. 1760, Magnúsdóttur.

Móðir Guðrúnar Margrétar og kona Odds Jónssonar var Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 21. ágúst 1832, d. 8. apríl 1917.

Guðrún Margrét var 2 ára með foreldrum sínum í Höfðakoti í Setbergssókn á Snæfellsnesi 1855, 6 ára með þeim á Hellnafelli þar 1860, 16 ára með þeim á Kirkjufelli þar 1870.
Hún var gift húsfreyja á Hjarðarbóli í Setbergssókn 1880. Hún er þar með Jóni Bjarnasyni bónda og börnunum Bjarna 5 ára, Guðrúnu á fyrsta ári og Oddi eins árs.
Við manntal 1890 var hún húsfreyja í Hraunkoti í Kolbeinsstaðasókn í Hnappadalssýslu með Jóni og börnunum Kristjáni 11 ára, Guðrúnu 8 ára, Sigurði 7 ára, Kristínu 4 ára og Guðjóni eins árs.
Hún bjó síðan á Fossi utan Ennis við Ólafsvík og var þar búandi ekkja 1901 með Sigurði 18 ára, Guðjóni 12 ára og Rannveigu 9 ára. Oddur var kvæntur bóndi þar með konu og barninu Elínu nýfæddri.
Guðrún Margrét fluttist til Eyja 1903 og lést hjá Sigurði syni sínum í júní 1910.

Maður Guðrúnar Margrétar var Jón Bjarnason bóndi frá Hraunholti í Hnappadalssýslu, fæddur 19. apríl 1852, dáinn 19. ágúst 1901.
Faðir hans var Bjarni bóndi í Hraunholtum, Hlíð og Hallkelsstaðahlíð í Hnapp., f. 16. ágúst 1830, d. 27. nóvember 1875, Jónsson bónda í Hlíð þar 1835, f. 1798, Jónssonar, og konu Jóns í Hlíð, Ólafar húsfreyja í Hlíð, f. 18. september 1803, d. 4. janúar 1869, Bjarnadóttur bónda í Hlíð í Snóksdalssókn Tjörfasonar og konu Bjarna Tjörfasonar, Helgu Eiríksdóttur.

Jón Bjarnason bóndi lést af slysförum 19. ágúst 1901.

Börn Guðrúnar Margrétar Oddsdóttur og Jóns Bjarnasonar á mt. 1890 voru:
1. Oddur Kristján bóndi á Fossi í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi 1901, f. 10. ágúst 1879, d. 1. júlí 1916. Hann var faðir Kristjönu Jóhönnu Oddsdóttur húsfreyju, konu Karls Jóhannssonar frá Brekku.
2. Sigurður formaður í Fagurhól, f. 17. september 1883, drukknaði 2. febrúar 1914.
3. Kristín, f. 22. apríl 1887, d. 19. mars 1970.
4. Guðjón, f. 19. febrúar 1889, d. 11. apríl 1972, bóndi í Ytri-Skógum og Kvíslhöfða á Mýrum.
5. Magnús í Gíslabæ í Ólafsvík, f. 14. desember 1895, d. 19. ágúst 1972.
6. Rannveig vinnukona hjá Gísla Engilbertssyni á Lundi 1910, f. 9. febrúar 1892, d. 16. apríl 1969.
7. Guðrún húsfreyja, síðar í Bjarkarlundi, f. 6. febrúar 1882, d. 17. september 1959, gift Guðmundi Kristjánssyni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.