Guðný Ingibjörg Einarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Ingibjörg Einarsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja á Reyni og Brattlandi fæddist 22. desember 1918 í Bolungarvík og lést í september 1939.
Foreldrar hennar voru Einar Teitsson vélsmiður í Búð H. Örnólfss. II í Bolungarvík 1920, síðar járn- og trésmiður á Siglufirði, f. 21. febrúar 1890 á Skarði í V-Hún., d. 25. nóvember 1932, og kona hans Sigríður Ingimundardóttir húsfreyja, saumakona, f. 20. apríl 1896 í Bolungarvík, d. 3. október 1989.

Guðný var með foreldrum sínum í Bolungarvík og á Siglufirði.
Þau Kristján giftu sig, bjuggu á Reyni við fæðingu Guðmundar Einars 1937, síðar á Brattlandi við Faxastíg.
Guðný lést 1939.

I. Maður Guðnýjar Ingibjargar var Kristján Guðmundsson verkamaður, síðar bóndi, f. 2. desember 1911 í Reykjavík, d. 16. apríl 1979.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Einar Kristjánsson frá Ártúni, verkamaður, f. 14. september 1937 á Reyni, d. 2. maí 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.