Lilja Guðmundsdóttir (Kalmanstjörn)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jónína Lilja Guðmundsdóttir.

Jónína Lilja Guðmundsdóttir húsfreyja fæddist 21. maí 1920 á Laugalandi í Stafholtstungum í Mýras. og lést 14. febrúar 2004.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristjánsson verkamaður, ,,gúmmílímari“ frá Grísatungu í Mýrasýslu, síðar í Bjarkarlundi, (Vallargötu 6), f 14. mars 1884, d. 22. febrúar 1964, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja frá Hjarðarbóli á Snæfellsnesi, f. 6. febrúar 1882, d. 17. september 1959.

Börn Guðmundar Kristjánssonar og Guðrúnar voru:
1. Kristinn verkamaður á Skagaströnd, f. 11. ágúst 1903, d. 1. desember 1986. Kona hans var Þórunn Sigurðardóttir.
2. Guðlaugur Sigurbjörn, f. 25. júní 1907, d. 22. júlí 1908.
3. Guðrún Margrét húsfreyja á Reynifelli og í Bjarkarlundi, f. 20. júní 1909, d. 7. júlí 2000, gift Guðsteini Þorbjörnssyni sjómanni.
4. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 9. ágúst 1910, d. 20. febrúar 1911.
5. Kristján verkamaður, síðar bóndi á Skagaströnd, f. 2. desember 1911, d. 16. apríl 1979. Hann var fyrr kvæntur Guðnýju Ingibjörgu Einarsdóttur frá Siglufirði, síðar Fjólu Gísladóttur.
6. Sigrún, f. 23. janúar 1915, d. 18. ágúst 2008. Hún var fyrr gift Guðmundi Guðmundssyni málarameistara, síðar gift Þórði Ólafssyni sjómanni í Eyjum og Grindavík.
7. Jónína Lilja húsfreyja, f. 21. maí 1920, d. 14. febrúar 2004. Sambýlismaður hennar var Axel Sveinsson verkamaður, sjómaður, en síðari maður hennar var Einar Jónsson sjómaður á Kalmanstjörn.

Lilja var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim til Eyja 1931.
Hún var með þeim í Ásnesi, (Skólavegi 7) 1934.
Hún giftist Guðmundi í Reykjavík 1938 og bjó með honum þar. Þau fluttust til Eyja, en skildu samvistir.
Lilja eignaðist Ármann Guðlaug með Axel Sveinssyni 1946 og var ráðskona hans á Eyjarhólum (Hásteinsvegi 20) 1949. Hjá þeim var sonur þeirra.
Þau Axel fluttust til Siglufjarðar, þar sem hann lést af slysförum 1950.
Lilja fluttist til Eyja. Hún giftist Einari Jónssyni 1952. Þau bjuggu á Kalmanstjörn, (Vestmannabraut 3), eignuðust þar tvo syni.
Eftir eldgosið 1973 bjuggu þau á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Eftir að Einar lést árið 1981, flutti Lilja á ný til Vestmannaeyja og bjó um nokkurra ára skeið á Hraunbúðum. Árið 1999 flutti hún til Reykjavíkur og bjó á Dvalarheimilinu Felli, en síðustu árin dvaldi hún á Elliheimilinu Grund.
Jónína Lilja lést 2004.

I. Maður Lilju, (24. nóvember 1938 í Reykjavík), var Guðmundur Halldórsson verkamaður, blikksmiður, f. 3. maí 1892, síðast á Elliheimilinu, d. 1. janúar 1970.
Þau voru barnlaus.

II. Sambýlismaður Lilju var Axel Sveinsson verkamaður, sjómaður frá Siglufirði, f. 6. júní 1912, d. 9. júlí 1950.
Barn þeirra:
1. Ármann Guðlaugur Axelsson, f. 5. janúar 1946 á Kirkjuvegi 41, þroskaþjálfi, garðyrkjufræðingur í Hveragerði og í Noregi. Kona hans Heiður Adolfsdóttir, látin.

III. Síðari maður hennar, (1952), var Einar Jónsson sjómaður, f. 17. apríl 1911, d. 30. apríl 1981.
Börn þeirra:
2. Axel Gunnar Einarsson, f. 3. september 1952 á Kalmanstjörn, landmælinga- og kortagerðamaður í Reykjavík 1986. Fyrrum kona hans Ingibjörg Nielsen.
3. Jóhann Sigurvin Einarsson, f. 18. mars 1959, bjó í Hveragerði 1986, byggingaverkamaður í Noregi. Fyrrum sambýliskona hans Margrét Hjaltadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. febrúar 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Reynir Guðsteinsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.