Kristján Guðmundsson (Ártúni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristján Guðmundsson í Ártúni, Vesturvegi 20, verkamaður, síðar bóndi fæddist 2. desember 1911 í Reykjavík og lést 16. apríl 1979.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristjánsson verkamaður, ,,gúmmílímari“ frá Grísatungu í Mýrasýslu, síðar í Bjarkarlundi, (Vallargötu 6), f 14. mars 1884, d. 22. febrúar 1964, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja frá Hjarðarbóli á Snæfellsnesi, f. 6. febrúar 1882, d. 17. september 1959.

Börn Guðrúnar og Guðmundar voru:
1. Kristinn verkamaður á Skagaströnd, f. 11. ágúst 1903, d. 1. desember 1986. Kona hans var Þórunn Sigurðardóttir.
2. Guðlaugur Sigurbjörn, f. 25. júní 1907, d. 22. júlí 1908.
3. Guðrún Margrét húsfreyja á Reynifelli og í Bjarkarlundi, f. 20. júní 1909, d. 7. júlí 2000, gift Guðsteini Þorbjörnssyni sjómanni.
4. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 9. ágúst 1910, d. 20. febrúar 1911.
5. Kristján verkamaður, síðar bóndi á Skagaströnd, f. 2. desember 1911, d. 16. apríl 1979. Hann var fyrr kvæntur Guðnýju Ingibjörgu Einarsdóttur frá Siglufirði, síðar Fjólu Gísladóttur.
6. Sigrún, f. 23. janúar 1915, d. 18. ágúst 2008. Hún var fyrr gift Guðmundi Guðmundssyni málarameistara, síðar gift Þórði Ólafssyni sjómanni í Eyjum og Grindavík.
7. Jónína Lilja húsfreyja, f. 21. maí 1920, d. 14. febrúar 2004. Sambýlismaður hennar var Axel Sveinsson verkamaður, sjómaður, en síðari maður hennar var Einar Jónsson sjómaður á Kalmanstjörn.

Kristján fæddist í Reykjavík, var þar með foreldrum sínum, en fluttist með þeim að Sólheimatungukoti (Norðurkoti) í Mýrasýslu 1913, var með þeim í Litla-Skarði þar 1914-1920, á Laugalandi í Stafholtstungum 1920-1929, í Bjargarsteini þar 1929-1930.
Hann var með þeim í Ásnesi í Eyjum 1934.
Þau Guðný giftu sig, bjuggu á Reyni við fæðingu Guðmundar Einars 1937, en síðan á Brattlandi, Faxastíg 19.
Guðný lést 1939.
Kristján kvæntist Fjólu, en hún hafði verið vinnukona hjá Margréti systur hans og Guðsteini Þorbjörnssyni. Þau bjuggu í Ártúni við Vesturveg 20, eignuðust Guðnýju þar 1941 og Jóhönnu Guðrúnu 1943.
Þau fluttu á því ári til Harrastaða á Skagaströnd, bjuggu þar við fæðingu Sigurbjargar 1945, en bjuggu síðar í Háagerði þar, eignuðust þar þrjú börn.
Kristján lést 1979, en Fjóla 1991.

Kristján var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Guðný Ingibjörg Einarsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 22. desember 1918, d. í september 1939.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Einar Kristjánsson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 14. september 1937 á Reyni, d. 2. maí 1977, ókvæntur og barnlaus.

II. Síðari kona Kristjáns var Fjóla Gísladóttir frá Saurum í Vindhælishreppi, A-Hún., húsfreyja á Harrastöðum, síðar í Háagerði í Höfðahreppi, A-Hún, f. 5. júlí 1918, d. 5. nóvember 1991 á Skagaströnd.
Börn þeirra:
2. Guðný Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1941 í Ártúni, Vesturvegi 20, d. 19. september 2022. I. Fyrri maður hennar var Baldur Freyr Guðjónsson, f. 7. mars 1942. II. Síðari maður Guðnýjar var Guðjón Sveinsson, f. 4. desember 1946.
3. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1943 í Ártúni. Maður hennar var Trausti Tómasson.
4. Sigurbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 18. apríl 1945 á Harrastöðum. Maður hennar er Magnús Jónasson.
5. Jóna Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1948 í Háagerði. I. Fyrri maður hennar var Magnús Ólafur Hjaltason. II. Maður hennar er Ólafur Hjaltason.
6. Gísli Snævar Kristjánsson húsasmiður á Sauðárkróki, f. 7. nóvember 1949 í Háagerði. Kona hans er Svanhildur Dagbjört Einarsdóttir.
7. Anna Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 16. júní 1952 í Háagerði. I. Fyrri maður hennar var Jóhannes Pálsson. II. Síðari maður hennar er Kristmundur Hrafn Ingibjörnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.