Lína 39:
Lína 39:
[[Mynd: Skúli fógeti VE-185.jpg|400px|left|thumb|
[[Mynd: Skúli fógeti VE-185.jpg|400px|left|thumb|
''[[Skúli fógeti VE-185|V/b Skúli fógeti VE 185]], 22 rúmlestir að stœrð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1939. Eigendur: [[Ólafur Eyjólfsson]] á [[Garðstaðir|Garðstöðum]], [[Vilhjálmur Guðmundsson]] á [[Sæberg]]i og [[Magnús Valtýsson]], [[Lambhagi|Lambhaga]]. Fyrsti formaður á vélbáti þessum var [[Ólafur Vigfússon]] í [[Gíslholt]]i''.]]
''[[Skúli fógeti VE-185|V/b Skúli fógeti VE 185]], 22 rúmlestir að stœrð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1939. Eigendur: [[Ólafur Eyjólfsson]] á [[Garðsstaðir |Garðstöðum]], [[Vilhjálmur Guðmundsson]] á [[Sæberg]]i og [[Magnús Valtýsson]], [[Lambhagi|Lambhaga]]. Fyrsti formaður á vélbáti þessum var [[Ólafur Vigfússon]] í [[Gíslholt]]i''.]]
[[Mynd: Maggý VE-111.jpg|400px|left|thumb|
[[Mynd: Maggý VE-111.jpg|400px|left|thumb|
Útgáfa síðunnar 20. desember 2009 kl. 18:37
Efnisyfirlit 1978
Vélbátar Vestmannaeyinga
Í Bliki 1976, bls. 105—115, birtum við 21 mynd af vélbátum Vestmannaeyinga frá fyrstu áratugum vélbátaútvegsins. Hér birtum við nokkurt framhald á þessu myndasafni með skýringum frá sama manni, Karli Guðmundssyni frá Reykholti við Urðaveg .
Heimild hans eru bækur Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja .
V/b Lundi VE 141 . Hann var 13 rúmlestir að stœrð og var smíðaður í Danmörku árið 1925. Eigandi: Jóel Eyjólfsson o.fl. Formaður á bátnum var Þorgeir Jóelsson . Þessi bátur var endurbyggður og stœkkaður árið 1940 .
V/b Gissur hvíti VE 5 . Hann var 17 rúmlestir að stœrð. Smíðaður í Reykjavík árið 1926. Eigendur, Björn Sigurðsson o.fl. Formaður á bátnum var Alexander skipstj. Gíslason á Landamótum . Bátur þessi var seldur austur til Hafnar í Hornafirði árið 1947.
V/b Garðar VE 111 , 18 rúmlestir að stærð.Bátur þessi var smíðaður í Danmörku árið 1926. Eigandi: Árni Jónsson í Görðum . Formaður: Eyjólfur Gíslason , Görðum. Síðar hlaut bátur þessi nafnið Maggý og svo Stakkur .
V/b Sigurfari VE 138 . Bátur þessi var smíðaður í Danmörku og notaður þar um sinn. Hét hann þá Hurry. Hann var keyptur til Vestmannaeyja árið 1926. Fyrst hlaut hann nafnið Snorri goði . Síðan nafnið Höfrungur III. , og síðast Sigurfari. Fyrst átti Guðjón Tómasson o.fl. bát þennan og var hann formaður á bátnum. Síðari eigendur: Einar Sigurjónsson og Óskar Ólafsson .
V/b Pipp VE 1 . Hann var 15 rúmlestir að stœrð og smíðaður í Danmörku árið 1926. Eigendur: Gísli J. Johnsen o.fl. Formaður: Magnús Jónsson , Sólvangi (nr. 29 við Kirkjuveg ).
V/b Nanna VE 300 . Bátur þessi var 25 rúmlestir að stœrð, smíðaður í Noregi árið 1929. Eigandi: Helgi Benónýsson , Vesturhúsum . Fyrsti formaður á bátnum mun hafa verið Knud skipstjóri Andersen . Síðar eignaðist Kf. Fram þennan bát.
V/b Muggur VE 222 , 26 rúmlestir að stœrð. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1934. Það gerði Gunnar M. Jónsson , bátasmíðameistari frá Stóru-Háeyri. Eigandi: Helgi Benediktsson , kaupm. Fyrsti formaður á bátnum var Páll Jónasson frá Þingholti .
V/b Sjöfn VE 37 . Hann var 51 rúmlest að stœrð og smíðaður í Reykjavík árið 1934. Kom til Vestmannaeyja árið 1940. Eigendur: Þorsteinn Gíslason frá Görðum o.fl. Hann var formaður á bátnum.
V/b Ófeigur II. VE 32 . Hann var 22 rúmlestir að stœrð, smíðaður í Danmörku árið 1935. Eigandi: Jón Ólafsson , útgerðarmaður, Hólmi . Fyrsti formaður á bátnum var Karl Guðmundsson frá Reykholti við Urðaveg .
V/s Helgi VE 333 . Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum á árunum 1937—1938. Hann var 120 rúmlestir að stærð og sagður þá stœrsta skip, sem Íslendingar höfðu smíðað til þessa. Skipasmíðameistari: Gunnar Marel Jónsson . Eigandi: Helgi Benediktsson , kaupmaður og útgerðarmaður. V/s Helgi fórst á Faxaskeri við Eyjar 7. jan. 1950.
V/b Skúli fógeti VE 185 , 22 rúmlestir að stœrð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1939. Eigendur: Ólafur Eyjólfsson á Garðstöðum , Vilhjálmur Guðmundsson á Sæbergi og Magnús Valtýsson , Lambhaga . Fyrsti formaður á vélbáti þessum var Ólafur Vigfússon í Gíslholti .
V/b Maggý VE 111 (Maggý II.) . Bátur þessi var 43 rúmlestir að stærð, smíðaður í Danmörku árið 1944. Eigandi: Guðni Grímsson , formaður og útgerðarmaður, Helgafellsbraut 8, o.fl. Bátur þessi var seldur til Eyrarbakka og strandaði þar.
V/b Kári, VE 47 , 63 rúmlestir að stærð. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1944. Bátasmíðameistari: Runólfur Jóhannsson . Eigandi: Sigurður Bjarnason skipstjóri í Svanhól o.fl.
V/b Jötunn VE 273 . Hann var 41 rúmlest að stœrð og smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1945. Bátasmíðameistari: Gunnar Marel Jónsson . Eigandi: Svavar Antóníusson frá Byggðarholti við Kirkjuveg . Hann var fyrst sjálfur formaður á bátnum.
V/b Þorgeir goði VE 34 . Áður hét vélbátur þessi Hulda . Hann var smíðaður í Svíþjóð árið 1946 og keyptur til Eyja 1947. Eigendur: Gunnar Ólafsson og Co . Fyrsti formaður á bátnum var Júlíus Sigurðsson frá Skjaldbreið við Urðaveg .
V/b Suðurey VE 20 , sem er 85 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður í Svíþjóð árið 1946 og keyptur til Vestmannaeyja nokkru síðar. Eigandi og formaður var Arnoddur Gunnlaugsson frá Gjábakka , útgerðarmaður.
V/b Reynir VE 15 , 52 rúmlestir að stœrð, smíðaður í Svíþjóð árið 1946. Eigendur: Brœðurnir frá Hjálmholti í Eyjum, Páll og Júlíus Ingibergssynir . Formaður á bátnum var Páll Ingibergsson. Á sínum tíma var bátur þessi seldur til Reykfavíkur.
V/b Sigrún VE 50 . Bátur þessi var 51 rúml. að stœrð. Hann var smíðaður í Svíþjóð árið 1946. Keyptur hingað síðar. Eigandi: Rún hf. Fyrsti skipstjóri á bátnum var Steingrímur Björnsson , Kirkjulandi .
V/b Frigg VE 316 . Hann var 49 rúmlestir að stærð, smíðaður í Danmörku árið 1948. Eigendur voru bræðurnir frá Geithálsi í Eyjum, Sveinbjörn og Alfreð Hjartarsynir . Formaður á bátnum var Sveinbjörn Hjartarson.
V/b Hannes lóðs, VE 200 . Hann var 48 rúmlestir að stærð. Smíðaður í Danmörku árið 1948. Eigendur: Jóhann Pálsson , skipstjóri, og Fiskiðjan h/f . Fyrsti skipstjóri á bátnun var Jóhann Pálsson. Síðar var skipt um nafn á bátnum. Hlaut þá nafnið Gylfi og einkennisstafina VE 201.