Páll Sigurgeir Jónasson (þingholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Páll Sigurgeir Jónasson)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Sigurgeir Jónasson fæddist 8. október 1900 og lést 31. janúar 1951. Kona hans var Þórsteina Jóhannsdóttir. Þau bjuggu í Þingholti, Kirkjuvegi 5. Þau áttu mörg börn og m.a. Kristin skipstjóra.

Páll var formaður með mótorbátinn Njörð.<br Páll var um borð í Glitfaxa er hann fórst 31. janúar 1951. Tuttugu manns voru um borð og komst enginn lífs af.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Pál:

Frá Þingholti þá er Páll
þéttur troll að klára,
þó að strjúki óður Áll
örk í hríðum Kára.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.

Frekari umfjöllun

Páll Sigurgeir Jónasson skipstjóri fæddist 8. október 1900 og lést 31. janúar 1951.
Foreldrar hans voru Jónas Pétur Jónsson rafveitustjóri á Eskifirði, f. 13. júní 1873, d. 3. október 1955, og Margrét Pálsdóttir, f. 9. febrúar 1878, d. 17. ágúst 1961.

Páll sótti vélstjóranámskeið á Austfjörðum, lauk minna prófi í stýrimannaskóla í Eyjum 1926, lauk meira prófi í Stýrimannaskólanum í Rvk 1946.
Hann byrjaði vélstjóri á ýmsum bátum. Hann var m.a. skipstjóri á Friðþjófi VE, Veigu VE, Mugg VE, Blátindi VE, Eggerti Ólafssyni RE, Heimakletti RE, Nirði EA.
Þau Þórsteina giftu sig 1923, eignuðust 16 börn, en tvö þeirra fæddust andvana og eitt dó á öðru ári sínu. Þau bjuggu í Þingholti.
Páll fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951 og Þórsteina lést 1991.

I. Kona Páls, (17. maí 1923), var Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904, d. 23. nóvember 1991.
Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndir



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.