„Sigurjóna Ólafsdóttir (Görðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 35: Lína 35:
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Kristín Björnsdóttir (ljósmóðir)|Kristín Björnsdóttir]] húsfreyja, flugfreyja, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir í Reykjavík, f. 1. júní 1942 á Ásavegi 5, d. 21. júní 2017. Maður hennar Ólafur G. Sigurðsson.<br>
1. [[Kristín Björnsdóttir (ljósmóðir)|Kristín Björnsdóttir]] húsfreyja, flugfreyja, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir í Reykjavík, f. 1. júní 1942 á Ásavegi 5, d. 21. júní 2017. Maður hennar Ólafur G. Sigurðsson.<br>
2. [[Áslaug Björnsdóttir (fóstra)|Áslaug Björnsdóttir]] leiskólakennari, f. 8. febrúar 1947 á Faxastíg 1.<br>
2. [[Áslaug Björnsdóttir (fóstra)|Áslaug Björnsdóttir]] leikskólakennari, f. 8. febrúar 1947 á Faxastíg 1.<br>
3. [[Guðmundur Björnsson (lögfræðingur)|Guðmundur Björnsson]] lögfræðingur, f. 21. júlí 1953 að Faxastíg 1. Kona hans Anna Sigurðardóttir.<br>
3. [[Guðmundur Björnsson (lögfræðingur)|Guðmundur Björnsson]] lögfræðingur, f. 21. júlí 1953 að Faxastíg 1. Kona hans Anna Sigurðardóttir.<br>



Núverandi breyting frá og með 14. febrúar 2024 kl. 20:55

Sigurjóna Ólafsdóttir.
Karl og Sigurjóna.

Sigurjóna Ólafsdóttir frá Görðum, húsfreyja fæddist 23. apríl 1916 á Skjaldbreið og lést 24. nóvember 1981 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ingileifsson útgerðarmaður, skipstjóri, síðar bóndi í Heiðarbæ, f. 9. júní 1891 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 14. febrúar 1968, og fyrsta kona hans Sigurjóna Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1897 í Holti í Njarðvíkum, Gull., d. 22. nóvember 1918.
Fósturforeldrar Sigurjónu voru Árni Jónsson frá Garðakoti í Mýrdal, skipstjóri, útgerðarmaður í Görðum, f. 5. maí 1874, d. 8. ágúst 1954, og kona hans Kristín Ögmundsdóttir frá Tjarnarkoti í Njarðvíkum, Gull., húsfreyja, f. 4. janúar 1885, d. 24. nóvember 1975.

Fósturbörn Kristínar og Árna í Görðum voru:
1. Haukur Lárusson Johnsen, f. 17. nóvember 1914, d. 17. maí 1957. Hann var sonur Lárusar Johnsen frá Frydendal, f. 31. desember 1884, d. 15. október 1930, og Guðlaugar Oddgeirsdóttur frá Ofanleiti, f. 20. janúar 1885, d. 21. desember 1966.
2. Sigurjóna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1916, d. 24. nóvember 1981, dóttir Ólafs Ingileifssonar formanns, f. 9. júní 1891, d. 14. febrúar 1968, og fyrstu konu hans Sigurjónu Sigurjónsdóttur húsfreyju, f. 26. maí 1897, d. 22. nóvember 1918.
3. Sigurína Friðrikka Friðriksdóttir frá Látrum, bróðurdóttir Árna í Görðum, f. 22. desember 1922, d. 22. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson útgerðarmaður og formaður á Látrum, f. 7. desember 1868, d. 29. október 1940, og kona hans Sigurína Katrín Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1884, d. 26. desember 1922.

Ólafur Ingileifsson var þríkvæntur:
I. Fyrsta kona hans, (18. desember 1915), var Sigurjóna Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1897, d. 22. nóvember 1918.
Börn þeirra voru
1. Sigurjón Karl Ólafsson skipstjóri, síðar tollvörður í Reykjavík, f. 30. janúar 1915, d. 13. júlí 1990, kvæntur Guðlaugu Gunnarsdóttur húsfreyju, f. 21. febrúar 1914, d. 29. apríl 2007.
2. Sigurjóna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1916, d. 24. nóvember 1981, gift Birni Guðmundssyni kaupmanni og útgerðarmanni.

II. Önnur kona Ólafs var Sigurlín Jónsdóttir, f. 17. júlí 1896, d. 21. júní 1923.
Þau Sigurlín voru barnlaus.

III. Þriðja kona Ólafs, (1925), var Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, systir Sigurlínar, f. 6. apríl 1902, d. 24. febrúar 1994.
Börn þeirra voru:
3. Sigurgeir Ólafsson skipstjóri, útgerðarmaður, forseti bæjarstjórnar, f. 21. júní 1925, d. 2. ágúst 2000, kvæntur Erlu Eiríksdóttur húsfreyju, f. 26. september 1928, d. 10. febrúar 2013.
4. Jóna Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Víðivöllum, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010, gift Eggerti Gunnarssyni skipasmið, f. 4. september 1922, d. 4. janúar 1991.
5. Eggert Ólafsson vélstjóri, f. 29. júní 1931, d. 11. september 1994, kvæntur Sigrúnu Þórmundsdóttur húsfreyju, f. 2. janúar 1935, d. 16. júní 1992.
6. Einars Ólafsson skipstjóri, f. 23. desember 1933, kvæntur Viktoríu Ágústu Ágústsdóttur húsfreyju frá Aðalbóli, f. 9. október 1937.
7. Þórarinn Ólafsson, f. 11. febrúar 1937, d. 13. febrúar 1937.
8. Guðni Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 15. ágúst 1943, d. 20. ágúst 1999, kvæntur Gerði Guðríði Sigurðardóttur húsfreyju frá Þrúðvangi, f. 27. desember 1944.

Sigurjóna var skamma stund með móður sinni, sem lést af Spænsku veikinni 1918.
Hún var komin í fóstur til hjónanna í Görðum sama ár og ólst þar upp.
Þau Björn giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Ásavegi 5, byggðu síðan Faxastíg 1 og bjuggu þar um skeið, byggðu húsið við Birkihlíð 17.

I. Maður Sigurjónu, (25. janúar 1941), var Björn Guðmundsson frá Miðbæ, kaupmaður, útgerðarmaður, f. 24. júní 1915 á Hjalla, d. 24. júní 1992.
Börn þeirra:
1. Kristín Björnsdóttir húsfreyja, flugfreyja, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir í Reykjavík, f. 1. júní 1942 á Ásavegi 5, d. 21. júní 2017. Maður hennar Ólafur G. Sigurðsson.
2. Áslaug Björnsdóttir leikskólakennari, f. 8. febrúar 1947 á Faxastíg 1.
3. Guðmundur Björnsson lögfræðingur, f. 21. júlí 1953 að Faxastíg 1. Kona hans Anna Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.