Guðfinna Jónsdóttir (Heiðarbæ)
Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja á Víðivöllum og í Heiðarbæ fæddist 6. apríl 1902 í Ólafshúsum og lést 24. febrúar 1994 í Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Jón Bergur Jónsson „eldri“, f. 10. ágúst 1864 að Hörgslandi á Síðu, d. 16. apríl 1952, og fyrri kona hans Elín Sigurðardóttir, f. 5. desember 1865 í Búðarhóls-Austurhjáleigu, (nú Hólavatn), í A-Landeyjum, d. 26. febrúar 1906.
Guðfinna var 8 ára fósturbarn hjá hjónunum Sigríði Jónsdóttur og Sigurði Ísleifssyni á Bergsstöðum í Biskupstungum 1910.
Þau Ólafur giftu sig 1926, eignuðust sex börn, og Guðfinna fóstraði eitt barn Ólafs.
Hún dvaldi að síðustu í Hraunbúðum, en lést á Sjúkrahúsinu 1994.
Maður Guðfinnu, (22. maí 1926), var Ólafur formaður í Lambhaga og á Víðivöllum, bóndi í Heiðarbæ, f. 9. júní 1891 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 14. febrúar 1968.
Hún var þriðja kona hans.
Börn Guðfinnu og Ólafs voru:
1. Sigurgeir Ólafsson skipstjóri, útgerðarmaður, forseti bæjarstjórnar, f. 21. júní 1925, d. 2. ágúst 2000, kvæntur Erlu Eiríksdóttur húsfreyju, f. 26. september 1928, d. 10. febrúar 2013.
2. Jóna Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Víðivöllum, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010, gift Eggerti Gunnarssyni skipasmið, f. 4. september 1922, d. 4. janúar 1991.
3. Eggert Ólafsson vélstjóri, f. 29. júní 1931, d. 11. september 1994, kvæntur Sigrúnu Þórmundsdóttur húsfreyju, f. 2. janúar 1935, d. 16. júní 1992.
4. Einars Ólafsson skipstjóri, f. 23. desember 1933, d. 30. nóvember 2014, kvæntur
Viktoríu Ágústu Ágústsdóttur húsfreyju, kennara frá Aðalbóli, f. 9. október 1937.
5. Þórarinn Ólafsson, f. 11. febrúar 1937, d. 13. febrúar 1937.
6. Guðni Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 15. ágúst 1943, d. 20. ágúst 1999, kvæntur Gerði Guðríði Sigurðardóttur húsfreyju frá Þrúðvangi, f. 27. desember 1944.
Barn Ólafs og stjúpbarn Guðfinnu var
7. Sigurjón Karl Ólafsson skipstjóri, tollvörður, f. 30. janúar 1915, d. 13. júlí 1990. Kona hans Guðlaug Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1914, d. 29. apríl 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
- Heimaslóð.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.