Haukur Lárusson Johnsen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Haukur Johnsen.

Haukur Lárusson Johnsen sjómaður, verkamaður frá Görðum fæddist 17. nóvember 1914 á Ofanleiti og lést 17. maí 1957.
Foreldrar hans voru Lárus J. Johnsen útgerðarmaður, kaupmaður, f. 31. desember 1884, d. 15. október 1930, og barnsmóðir hans Guðlaug Oddgeirsdóttir verkakona, saumakona frá Ofanleiti, f. 20. janúar 1885, d. 21. desember 1966.

Fósturforeldrar Hauks voru Árni Jónsson útgerðarmaður í Görðum, f. 5. desember 1874, d. 8. ágúst 1954, og kona hans Kristín Ögmundsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1885, d. 24. nóvember 1975.

Fóstursystkini Hauks og fósturbörn hjónanna voru:
1. Sigurjóna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1916, d. 24. nóvember 1981, dóttir Ólafs Ingileifssonar formanns, f. 9. júní 1891, d. 14. febrúar 1968, og fyrstu konu hans Sigurjónu Sigurjónsdóttur húsfreyju, f. 26. maí 1897, d. 22. nóvember 1918. Maður Sigurjónu var Björn Guðmundsson kaupmaður og útgerðarmaður.
2. Sigurína Friðrikka Friðriksdóttir frá Látrum, bróðurdóttir Árna í Görðum, f. 22. desember 1922, d. 22. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson útgerðarmaður og formaður á Látrum, f. 7. desember 1868, d. 29. október 1940, og kona hans Sigurína Katrín Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1884, d. 26. desember 1922.

Haukur var sjómaður og verkamaður í Görðum.
Hann lést 1957 í Reykjavík.

I. Barnsmóðir hans var Ólafía Jónsdóttir, f. 18. október 1907 á Syðstu-Mörk, V-Eyjafjallahr., Rang., d. 31. ágúst 1953.
Barn þeirra var
1. Ágústa Ingibjörg Hólm húsfreyja, skrifstofumaður, f. 10. september 1943 í Reykjavík, d. 15. maí 2015. Kjörfaðir hennar var Guðbjartur Hólm Guðbjartsson, f. 7. desember 1917, d. 6. nóvember 1989. Maður Ágústu, (skildu), var Gísli Karlsson, f. 1940. Foreldrar hans voru Karl Sveinsson bóndi í Hvammi á Barðaströnd, f. 1899, d. 1997, og kona hans Hákonía Gísladóttir húsfreyja, f. 1915, d. 2009.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Magnús B. Jónsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 22. maí 2015. Minning Ágústu Hólm.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.