Ágústa Ágústsdóttir (Aðalbóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Viktoría Ágústa Ágústsdóttir.

Viktoría Ágústa Ágústsdóttir frá Aðalbóli, húsfreyja, kennari, bókavörður, útgerðarmaður fæddist þar 9. október 1937 og lést 4. apríl 2020 á Heilbrigðisstofnuninni.
Foreldrar hennar voru Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977, og kona hans Viktoría Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1897, d. 12. janúar 1995.

Börn Viktoríu og Ágústs:
1. Betsý Gíslína Ágústsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1919, d. 22. apríl 2016.
2. Magnús Þórður Ágústsson bifreiðastjóri, f. 7. maí 1921, d. 17. júlí 1986.
3. Guðmundur Siggeir Ágústsson verslunarmaður, f. 25. október 1922, d. 17. október 2006.
4. Elín Jóhanna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1925.
5. Esther Ágústsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, f. 30. september 1928, d. 31. júlí 1967.
6. Viktoría Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, kennari, starfsmaður á bókasafni, útgerðarmaður, f. 9. október 1937 á Aðalbóli, d. 4. apríl 2020.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1953, lauk kennaraprófi í Kennaraskóla Íslands 1957.
Ágústa vann við fiskiðnað og við afgreiðslu, var kennari við Barnaskólann til 1962, en forfallakennari af og til síðar, starfaði síðar við Bókasafnið í 22 ár.
Árið 1971 hófu þau Einar útgerð ásamt tveim öðrum í félaginu Bessa sf., gerðu út vb. Kap II VE 4. Árið 1976 keyptu þeir síðan stærra skip með sama nafni og gerðu það út þar til þeir seldu skipið árið 1987 og hættu útgerð, en ráku fyrirtækið Bessa til 2015. Það kom að hönnun og uppsetningu á öryggisloka fyrir spilbúnað og unnu þeir einnig með Sigmund Jóhannssyni að fyrsta sleppibúnaði fyrir björgunarbáta.
Þau Einar giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau byggðu við Suðurveg 25 og bjuggu þar til Goss 1973. Að Gosi loknu bjuggu þau í Hrauntúni, en síðan á Smáragötu 9.
Einar lést 2014 og Viktoría Ágústa 2020.

I. Maður Viktoríu Ágústu, (25. desember 1960), var Einar Ólafsson frá Heiðarbæ, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. desember 1933, d. 30. nóvember 2014.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri, f. 1. júlí 1961. Kona hans Halla Svavarsdóttir.
2. Agnes Einarsdóttir húsfreyja, löggiltur bókari, skrifstofumaður, f. 18. júní 1962. Maður hennar Kári Þorleifsson.
3. Viðar Einarsson málarameistari, f. 13. júní 1966. Kona hans Dóra Björk Gunnarsdóttir.
4. Hjalti Einarsson skipstjóri, f. 8. janúar 1972. Kona hans Dagmar Skúladóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.