Sigurjóna Sigurjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurjóna Sigurjónsdóttir á Skjaldbreið, húsfreyja fæddist 26. maí 1897 í Holti í Innri-Njarðvík, Gull. og lést 22. nóvember 1918.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Arnbjarnarson vinnumaður, sjómaður, f. 14. september 1865, drukknaði frá Seyðisfirði 18. ágúst 1905, og Guðrún Jónsdóttir verkakona, þurrabúðarkona, síðar húsfreyja í Keflavík, f. 29. febrúar 1876, d. 27. maí 1966.

Sigurjóna var með móður sinni, sem var bústýra í Hótellinu í Útskálasókn 1901, með þurrabúðar- og verkakonunni móður sinni í nafnlausri þurrabúð í Keflavíkursókn 1910.
Hún fluttist frá Innri-Njarðvík til Eyja 1914.
Þau Ólafur giftu sig 1915, eignuðust tvö börn, Karl 1915 á Skaftafelli og Sigurjónu 1916 á Skjaldbreið.
Sigurjóna eldri lést af Spænsku veikinni 1918.

Maður Sigurjónu, (18. desember 1915), var Ólafur Ingileifsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júní 1891 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 14. febrúar 1968.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Karl Ólafsson skipstjóri, síðar tollvörður í Reykjavík, f. 30. janúar 1915, d. 13. júlí 1990, kvæntur Guðlaugu Gunnarsdóttur húsfreyju, f. 21. febrúar 1914, d. 29. apríl 2007.
2. Sigurjóna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1916, d. 24. nóvember 1981, gift Birni Guðmundssyni kaupmanni og útgerðarmanni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.