Einar Ólafsson (Heiðarbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Einar Ólafsson.

Einar Ólafsson frá Heiðarbæ, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 23. desember 1933 á Víðivöllum og lést 30. nóvember 2014.
Foreldrar hans voru Ólafur Ingileifsson skipstjóri, f. 9. júní 1891 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 14. febrúar 1968, og þriðja kona hans Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1902 í Ólafshúsum, d. 24. febrúar 1994.

Börn Guðfinnu og Ólafs voru:
1. Sigurgeir Ólafsson skipstjóri, útgerðarmaður, forseti bæjarstjórnar, f. 21. júní 1925, d. 2. ágúst 2000, kvæntur Erlu Eiríksdóttur húsfreyju, f. 26. september 1928, d. 10. febrúar 2013.
2. Jóna Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Víðivöllum, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010, gift Eggerti Gunnarssyni skipasmið, f. 4. september 1922, d. 4. janúar 1991.
3. Eggert Ólafsson vélstjóri, f. 29. júní 1931, d. 11. september 1994, kvæntur Sigrúnu Þórmundsdóttur húsfreyju, f. 2. janúar 1935, d. 16. júní 1992.
4. Einars Ólafsson vélstjóri, skipstjóri, f. 23. desember 1933, d. 30. nóvember 2014, kvæntur Viktoríu Ágústu Ágústsdóttur húsfreyju, kennara frá Aðalbóli, f. 9. október 1937.
5. Þórarinn Ólafsson, f. 11. febrúar 1937, d. 13. febrúar 1937.
6. Guðni Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 15. ágúst 1943, d. 20. ágúst 1999, kvæntur Gerði Guðríði Sigurðardóttur húsfreyju frá Þrúðvangi, f. 27. desember 1944.

Einar var með foreldrum sínum í æsku.
Einar lauk vélstjóranámi í Eyjum 1954, stýrimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1959.
Sem unglingur vann hann við bústörf í Dalabúinu, stundaði sjómennsku frá 18 ára aldri.
Hann reri með bróður sínum, Sigga Vídó, á ýmsum bátum. Hann hóf útgerð ásamt Sigurjóni Karli hálfbróður sínum árið 1956. Þeir gerðu út Skúla fógeta VE 185 til ársins 1960.
Einar var vélstjóri á Ófeigi II VE-324 með Ólafi Sigurðssyni frá Skuld 1961-1965. Tók hann þá við skipstjórn Ófeigs á sumarsíldveiðum og var með hann til 1971. Þá fóru þau Ágústa aftur í útgerð ásamt Ágústi Guðmundssyni og Ásu Sigurjónsdóttur. Stofnuðu þau félagið Bessa sf. og keyptu Kap II VE-4. Árið 1976 keyptu þeir síðan stærra skip með sama nafni og gerðu það út þar til þeir seldu skipið árið 1987 og hættu útgerð. Ráku þau síðan fyrirtækið Bessa.
Öryggismál sjómanna voru þeim hugleikin og kom Bessi að hönnun og uppsetningu á öryggisloka fyrir spilbúnað og unnu þau einnig með Sigmund Jóhannssyni að fyrsta sleppibúnaði fyrir björgunarbáta.
Eftir að Einar fór í land var hann ötull við smíðar, aðallega rennismíðar.
Þau Viktoría Ágústa giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau byggðu við Suðurveg 25 og bjuggu þar til Goss 1973. Að Gosi loknu bjuggu þau í Hrauntúni, en síðan á Smáragötu 9.
Einar lést 2014 og Ágústa 2020.

I. Kona Einars, (25. desember 1960), var Viktoría Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, kennari, starfsmaður Bókasafnsins, útgerðarmaður, f. 9. október 1937 á Aðalbóli, d. 4. apríl 2020.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri, f. 1. júlí 1961. Kona hans Halla Svavarsdóttir.
2. Agnes Einarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. júní 1962. Maður hennar Kári Þorleifsson.
3. Viðar Einarsson, málarameistari, f. 13. júní 1966. Kona hans Dóra Björk Gunnarsdóttir.
4. Hjalti Einarsson, skipstjóri, f. 8. janúar 1972. Kona hans Dagmar Skúladóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.