Sigurlín Jónsdóttir (Ólafshúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurlína Jónsdóttir frá Ólafshúsum, húsfreyja í Lambhaga, fæddist 17. júlí 1896 og lést 21. júní 1923.
Foreldrar hennar voru Jón Bergur Jónsson „eldri“, f. 10. ágúst 1864 að Hörgslandi á Síðu, d. 16. apríl 1952, og fyrri kona hans Elín Sigurðardóttir, f. 5. desember 1865 í Búðarhóls-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, d. 26. febrúar 1906.

Sigurlína var með föður sínum 1910, Jórunni Erlendsdóttur stjúpmóður sinni og systkinum öðrum en Guðfinnu.
Við manntal 1920 bjó hún húsfreyja í Lambhaga með Ólafi.

Maður hennar var Ólafur Ingileifsson formaður, síðar bóndi í Heiðarbæ, f. 9. júní 1891 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 14. febrúar 1968.
Sigurlína var önnur kona hans.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.