„Bogi Óskar Sigurðsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 26: | Lína 26: | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
1. [[Birgir S. Bogason|Birgir Sigmundur Bogason]] verslunarmaður, framkvæmdastjóri, f. 16. nóvember 1935 í [[Steinholt]]i, d. 29. október 1990. Barnsmóðir hans Svanhildur Bára Albertsdóttir. Kona hans Svanhildur Erna Jónsdóttir.<br> | 1. [[Birgir S. Bogason|Birgir Sigmundur Bogason]] verslunarmaður, framkvæmdastjóri, f. 16. nóvember 1935 í [[Steinholt]]i, d. 29. október 1990. Barnsmóðir hans Svanhildur Bára Albertsdóttir. Kona hans Svanhildur Erna Jónsdóttir.<br> | ||
2. [[Eggert Bogason]] iðnverkamaður, sýningamaður í Reykjavík, f. 15. júlí 1939, d. 10. apríl 2021. Kona hans Þórhildur Kristjánsdóttir.<br> | 2. [[Eggert Bogason]] iðnverkamaður, sýningamaður í Reykjavík, f. 15. júlí 1939 á Ásavegi 5, d. 10. apríl 2021. Kona hans Þórhildur Kristjánsdóttir.<br> | ||
Barn Sigurlaugar og fósturbarn Boga er<br> | Barn Sigurlaugar og fósturbarn Boga er<br> | ||
3. [[Elín Sigrún Jóhannesdóttir]] húsfreyja í Reykjavík, f. 11. maí 1934. Maður hennar Páll Breiðdal Samúelsson.<br> | 3. [[Elín Sigrún Jóhannesdóttir]] húsfreyja í Reykjavík, f. 11. maí 1934. Maður hennar Páll Breiðdal Samúelsson.<br> |
Útgáfa síðunnar 7. júní 2021 kl. 15:09
Bogi Óskar Sigurðsson frá Garðbæ, kvikmyndasýningastjóri fæddist þar 20. desember 1910 og lést 14. mars 1980.
Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson frá Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, sjómaður, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918, og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 24. september 1876, d. 8. nóvember 1952.
Hálfbróðir Boga, sammæddur, var
1. Ólafur Ragnar Sveinsson heilbrigðisfulltrúi á Flötum, f. 25. ágúst 1903, d. 2. maí 1970. Kona hans Kristjana Ragnheiður Kristjánsdóttir.
Börn Margrétar og Sigurðar voru:
2. Ólafía Þórunn Sigurðardóttir verkakona, f. 12. júní 1906 í Landeyjum, bjó síðast að Laufási 7 í Garðabæ, d. 9. febrúar 1990, ógift.
3. Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. október 1907 í Garðbæ, d. 27. júlí 1992. Barnsfaðir Ólafur Jónsson. Maður hennar Sigurlás Þorleifsson.
4. Bogi Óskar Sigurðsson kvikmyndasýningamaður, f. 12. desember 1910 í Garðbæ, d. 14. mars 1980. Kona hans Sigurlaug Auður Eggertsdóttir.
5. Fanney Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1912 í Garðbæ. Maður hennar Guðmundur Pálsson.
6. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, f. 7. maí 1915 á Rafnseyri, d. 14. maí 1987. Maður hennar Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson.
7. Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir, f. 6. nóvember 1916 á Rafnseyri, d. 26. maí 1971. Barnsfaðir Gústaf Adolf Valdimarsson. Maður hennar Kjartan Guðmundsson.
8. Sigurður Guðlaugsson hárskeri, f. 19. júlí 1918, d. 3. júlí 1958. Hann var kjörsonur Guðlaugs Sigurðssonar, síðari manns Margrétar. Kona hans Kristín Guðmundsdóttir
Fósturdóttir Margrétar og Guðlaugs var systurdóttir hans
9. Sigurbjörg Guðmundína Alda
Friðjónsdóttir, f. 19. janúar 1926 í Götu. Hún var fósturbarn hjá Guðlaugi 1934, d. í febrúar 1985.
Bogi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann verkamannastörf og var kvikmyndasýningamaður, en varð síðar sýningastjóri í Tjarnarbíó í Reykjavík og í Háskólabíó, þegar það varð starfrækt.
Þau Sigurlaug Auður giftu sig 1935, eignuðust tvö börn og barn Sigurlaugar varð fósturbarn Boga. Þau bjuggu í fyrstu á Rafnseyri, þá í Steinholti, en síðan á Ásavegi 5 1936-1940.
Þau fluttu til Innri-Njarðvíkur 1941 og til Reykjavíkur tveim árum síðar og bjuggu lengst í Tómasarhaga 40.
Bogi lést 1980.
Sigurlaug flutti í þjónustuíbúð í Kópavogi, en síðustu sjö árin dvaldi hún í Sunnuhlíð þar. Hún lést 2012.
I. Kona Boga Óskars, (11. maí 1935), var Sigurlaug Auður Eggertsdóttir frá Vindheimum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, húsfreyja, f. þar 9. júní 1914, d. 23. júlí 2012 á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Börn þeirra:
1. Birgir Sigmundur Bogason verslunarmaður, framkvæmdastjóri, f. 16. nóvember 1935 í Steinholti, d. 29. október 1990. Barnsmóðir hans Svanhildur Bára Albertsdóttir. Kona hans Svanhildur Erna Jónsdóttir.
2. Eggert Bogason iðnverkamaður, sýningamaður í Reykjavík, f. 15. júlí 1939 á Ásavegi 5, d. 10. apríl 2021. Kona hans Þórhildur Kristjánsdóttir.
Barn Sigurlaugar og fósturbarn Boga er
3. Elín Sigrún Jóhannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. maí 1934. Maður hennar Páll Breiðdal Samúelsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 1. ágúst 2012. Minning Sigurlaugar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.