Guðlaugur Sigurðsson (Rafnseyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðlaugur Sigurðsson á Rafnseyri, húsasmiður fæddist 28. mars 1901 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum og lést 22. júní 1975.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Lambhúshól, síðar sjómaður í Túni, f. 24. júní 1863, d. 12. mars 1906, og sambýliskona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir, þá vinnukona, síðar húsfreyja í Túni og Jakobshúsi, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965.

Börn Guðbjargar og Sigurðar voru:
1. Guðlaugur Sigurðsson á Rafnseyri, síðar húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901 á Lambhúshól, d. 22. júní 1975.
2. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904 í Laufási, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst 1910 og 1920.
3. Elín Sigurðardóttir vinnukona á Hvoli, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní 1923.
4. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906 í Túni, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.

Börn Guðbjargar og Jakobs Tranbergs og hálfsystkini Guðlaugs voru:
5. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.
6. Gísli Jakobsson bakari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
7. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.

Guðlaugur var með vinnukonunni móður sinni í Varmahlíð á fyrsta ári sínu og fluttist með henni til Eyja 1902. Faðir hans flutti til Eyja 1903.
Eftir lát föður síns 1906 fór hann í fóstur að Ásólfsskála.
Hann sneri til Eyja 1919, var hjú á Rafnseyri 1920, síðar verkamaður þar. Þá bjó þar ekkjan Margrét Þorsteinsdóttir eftir Sigurð Ólafsson sjómann á Rafnseyri. Með henni voru 6 börn þeirra og einnig sonur hennar frá fyrra sambandi, Ólafur Ragnar Sveinsson.
Þau Margrét giftu sig 1921. Hjá þeim Margréti dvöldu þá fjögur börn hennar og fósturbarn þeirra Guðlaugs, Alda Friðjónsdóttir, dóttir Sigríðar Benóníu systur Guðlaugs.
Þau bjuggu á Rafnseyri uns þau fluttu til Reykjavíkur 1938, þar sem Guðlaugur var húsasmiður.
Margrét lést 1952, Guðlaugur 1975.

I. Kona Guðlaugs, (14. maí 1921), var Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1876, d. 8. nóvember 1952. Þau áttu ekki börn saman, en fóstruðu Öldu.
Börn Margrétar og stjúpbörn Guðlaugs:
1. Ólafía Þórunn Sigurðardóttir, síðast í Garðabæ, f. 12. júní 1906 í Landeyjum, d. 9. febrúar 1990.
2. Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja á Reynistað, f. 31. október 1907, d. 27. júlí 1992.
3. Bogi Óskar Sigurðsson sýningastjóri, f. 12. desember 1910, d. 14. mars 1980.
4. Fanney Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. janúar 1912, d. 29. maí 1968.
5. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, bjó í Eyjum, f. 7. maí 1915, d. 14. maí 1987.
6. Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir vinnukona, síðast í Reykjavík, f. 7. nóvember 1916, d. 26. maí 1971.
7. Sigurður (Sigurðsson) Guðlaugsson rakari, kjörsonur Guðlaugs, f. 19. júlí 1918, d. 3. júlí 1958.
Sonur Margrétar með Sveini Jónssyni var
8. Ólafur Ragnar Sveinsson bifreiðastjóri, heilbrigðisfulltrúi, f. 25. ágúst 1903, d. 2. maí 1970.
Fósturbarn hjónanna var
9. Sigurbjörg Guðmundína Alda Friðjónsdóttir, f. 18. janúar 1926 í Götu, d. í febrúar 1985.

II. Síðari kona Guðlaugs var Elsa María Jóhannesdóttir, hét áður Else Marie Christine Krog, f. 13. júlí 1914 í Danmörku, d. 22. febrúar 1983.
Barn þeirra:
10. Pétur Jóhannes Guðlaugsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 31. janúar 1955 á Ísafirði. Kona hans, skildu, Salbjörg Ágústa Bjarnadóttir. Sambúðarkona Hólmfríður Bára Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.