Elín Sigrún Jóhannesdóttir
Elín Sigrún Jóhannesdóttir húsfreyja í Reykjavík og Garðabæ fæddist 11. maí 1934.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Sigmarsson bóndi, f. 19. maí 1916, d. 13. júní 1973 og barnsmóðir hans Sigurlaug Auður Eggertsdóttir, síðar húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 9. júní 1914, d. 23. júlí 2012.
Fósturfaðir Elínar var maður Sigurlaugar, Bogi Óskar Sigurðsson frá Garðbæ, kvikmyndasýningastjóri, f. 20. desember 1910, d. 14. mars 1980.
Börn Sigurlaugar og Boga:
1. Birgir Sigmundur Bogason verslunarmaður í Reykjavík, f. 16. nóvember 1935 í Steinholti, d. 29. október 1990.
2. Eggert Bogason iðnverkamaður, sýningamaður, f. 15. júlí 1939 á Ásavegi 5, d. 10. apríl 2021.
Barn Sigurlaugar er
3. Elín Sigrún Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1934.
Elín var með móður sinni og síðan henni og Boga Óskari og fluttist með þeim til Innri-Njarðvíkur 1940 og síðan til Reykjavíkur.
Þau Páll giftu sig 1960, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík og nú í Garðabæ.
I. Maður Elínar Sigrúnar, (13. maí 1960), er Páll Breiðdal Samúelsson frá Siglufirði, fyrrum bifreiðasali, umboðsmaður Toyota bifreiðaverksmiðjanna, f. þar 10. september 1929. Foreldrar hans voru Samúel Ólafsson verkamaður, síðar verkstjóri og síldarsaltandi á Siglufirði, f. 3. apríl 1887, d. 31. mars 1935, og kona hans Einarsína Kristbjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1891, d. 10. febrúar 1941.
Börn þeirra:
1. Bogi Óskar Pálsson framkvæmdastjóri, býr í Bandaríkjunum, f. 6. desember 1962. Kona hans Sólveig Dóra Magnúsdóttir.
2. Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja, mannfræðingur í Reykjavík, f. 9. desember 1974. Maður hennar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Barn Páls:
3. Jón Sigurður Pálsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 24. september 1953. Kona hans Rakel Ólafsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Elín.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.