Margrét Þorsteinsdóttir (Rafnseyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja í Garðbæ og á Rafnseyri fæddist 24. september 1876 á Sámsstöðum í Fljótshlíð og lést 8. nóvember 1952.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ólafsson bóndi í Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum, f. 8. september 1852, d. 20. febrúar 1904, og kona hans Sigríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1856, d. 12. febrúar 1934.

Bróðir Margrétar var Oddur Þorsteinsson skósmiður, kaupmaður, f. 14. nóvember 1890, d. 7. október 1959.

Margrét var tökubarn hjá föðurforeldrum sínum á Árgilsstöðum 1880 og þar var faðir hennar vinnumaður, var léttastúlka þar 1890, vinnukona þar hjá Bergsteini föðurbróður sínum 1901.
Hún giftist Sigurði 1905.
Hjónin fluttust frá Gularáshjáleigu í A-Landeyjum til Eyja 1907. Þeim fylgdi Ólafur faðir Sigurðar. Þau voru komin í Garðbæ 1908 og voru þar til 1913, en voru komin að Rafnseyri í lok árs 1913. Þar bjuggu þau síðan.
Sigurður lést 1918 og Margrét bjó þar ekkja og síðan með Guðlaugi, uns þau fluttust til Reykjavíkur 1938.
Margrét lést 1952, var jarðsett í Eyjum.

I. Barnsfaðir Margrétar var Sveinn Jónsson frá Sauðhústúni í Fljótshlíð, síðar verkamaður, sjómaður í Reykjavík, f. 24. apríl 1885, d. 11. febrúar 1957.
Barn þeirra var
1. Ólafur Ragnar Sveinsson bifreiðastjóri, heilbrigðisfulltrúi, f. 25. ágúst 1903, d. 2. maí 1970.

Margrét var tvígift.
II. Fyrri maður hennar, (1905), var Sigurður Ólafsson frá Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, sjómaður í Garðbæ, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918.
Börn þeirra:
1. Ólafía Þórunn Sigurðardóttir, síðar í Garðabæ, f. 12. júní 1906 í Landeyjum, d. 9. febrúar 1990.
2. Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja á Reynistað, f. 31. október 1907 í Garðbæ, d. 27. júlí 1992.
3. Bogi Óskar Sigurðsson sýningastjóri, f. 12. desember 1910 í Garðbæ, d. 14. mars 1980.
4. Fanney Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. janúar 1912 í Garðbæ, d. 29. maí 1968.
5. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, bjó í Eyjum, f. 7. maí 1915 á Rafnseyri, d. 14. maí 1987.
6. Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir vinnukona, síðast í Reykjavík, f. 7. nóvember 1916 á Rafnseyri, d. 26. maí 1971.
7. Sigurður (Sigurðsson) Guðlaugsson rakari í Reykjavík og Keflavík, kjörsonur Guðlaugs, síðari manns Margrétar, f. 19. júlí 1918 á Rafnseyri, d. 3. júlí 1958.

III. Síðari maður Margrétar, (14. maí 1921), var Guðlaugur Sigurðsson verkamaður, smiður, f. 28. mars 1901, d. 22. júní 1975.
Þau voru barnlaus, en Sigurður sonur Margrétar og Sigurðar fyrri manns hennar varð kjörbarn Guðlaugs.
Einnig fóstruðu þau stúlku, sem var systurdóttir Guðlaugs.
Hún var
9. Sigurbjörg Guðmundína Alda Friðjónsdóttir, f. 18. janúar 1926 í Götu, d. í febrúar 1985.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.