Ólafur Sveinsson (Flötum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Ragnar Sveinsson verkamaður, bifreiðastjóri, sjóveitustjóri, heilbrigðisfulltrúi fæddist 25. ágúst 1903 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rang. og lést 2. maí 1970.
Foreldrar hans voru Margrét Þorsteinsdóttir síðar húsfreyja, f. 24. september 1876, d. 8. nóvember 1952, og barnsfaðir hennar Sveinn Jónsson frá Sauðhústúni í Fljótshlíð, verkamaður, sjómaður í Reykjavík, f. 24. apríl 1885, d. 11. febrúar 1957.
Fósturfaðir Ólafs var fyrri maður Margrétar Sigurður Ólafsson sjómaður, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918.

Hálfsystkini Ólafs Ragnars voru:
1. Ólafía Þórunn Sigurðardóttir, síðar í Garðabæ, f. 12. júní 1906 í Landeyjum, d. 9. febrúar 1990.
2. Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja á Reynistað, f. 31. október 1907 í Garðbæ, d. 27. júlí 1992.
3. Bogi Óskar Sigurðsson sýningastjóri, f. 12. desember 1910 í Garðbæ, d. 14. mars 1980.
4. Fanney Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. janúar 1912 í Garðbæ, d. 29. maí 1968.
5. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, bjó í Eyjum, f. 7. maí 1915 á Rafnseyri, d. 14. maí 1987.
6. Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir vinnukona, síðast í Reykjavík, f. 7. nóvember 1916 á Rafnseyri, d. 26. maí 1971.
7. Sigurður (Sigurðsson) Guðlaugsson rakari í Reykjavík og Keflavík, kjörsonur Guðlaugs, síðari manns Margrétar, f. 19. júlí 1918 á Rafnseyri, d. 3. júlí 1958.
Fóstursystir Ólafs var
8. Sigurbjörg Guðmundína Alda Friðjónsdóttir, f. 18. janúar 1926 í Götu, d. í febrúar 1985.

Ólafur var með móður sinni og fylgdi henni og Sigurði Ólafssyni frá Gularáshjáleigu í A-Landeyjum til Eyja 1907.
Hann var með þeim í Garðbæ 1910, á Rafnseyri 1920.
Ólafur var sjóveitustjóri, síðar var hann einnig bifreiðastjóri á sjúkrabifreiðinni og heilbrigðisfulltrúi bæjarins.
Þau Ragnheiður giftu sig 1924, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári. Þau bjuggu í fyrstu í Laufási, voru komin að Oddeyri, Flötum 14 1930 og þar bjuggu þau síðan.
Þau eignuðust þrjú börn, en misstu yngsta barnið á öðru ári þess.
Ólafur lést 1970 og Kristjana Ragnheiður 1982.

I. Kona Ólafs Ragnars, (8. október 1924), var Kristjana Ragnheiður Kristjánsdóttir húsfreyja á Oddeyri, f. 12. janúar 1906 á Múla, d. 6. september 1982.
Börn þeirra:
1. Helga Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 13. janúar 1925 í Laufási, d. 11. apríl 1997.
2. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, leikari, f. 12. júní 1931 á Oddeyri á Flötum, d. 24. mars 2011.
3. Kristín Ólafsdóttir, f. 17. febrúar 1935 á Oddeyri á Flötum, d. 5. júlí 1936.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.