Eggert Bogason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Eggert Bogason.

Eggert Bogason frá Ásavegi 5, iðnaðarverkamaður, kvikmyndasýningamaður fæddist þar 15. júlí 1939 og lést 10. apríl 2021 á Landakoti í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Bogi Óskar Sigurðsson Ólafssonar frá Garðbæ, kvikmyndasýningastjóri, f. 12. desember 1910, d. 14. mars 1980, og kona hans Sigurlaug Auður Eggertsdóttir frá Vindheimum í Skagafirði, húsfreyja, f. 9. júní 1914, d. 23. júlí 2012.

Börn Sigurlaugar og Boga:
1. Birgir Sigmundur Bogason verslunarmaður í Reykjavík, f. 16. nóvember 1935 í Steinholti, d. 29. október 1990.
2. Eggert Bogason iðnverkamaður, kvikmyndasýningamaður.
Barn Sigurlaugar er
3. Elín Sigrún Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1934.

Eggert var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Innri-Njarðvíkur 1940.
Hann varð gagnfræðingur í Skógaskóla.
Eggert vann hjá Eggert Kristjánssyni og Co., þá hjá Kexverksmiðjunni Frón. Einnig vann hann hjá slökkviliðinu á Keflavíkurvelli um þriggja ára skeið og var sýningamaður í Háskólabíó í mörg ár.
Þau Þórhildur giftu sig 1967, eignuðust eitt barn, en Eggert fóstraði tvö börn Þórhildar frá fyrra hjónabandi hennar.
Eggert lést 2021.

I. Kona Eggerts, (4. júní 1967), er Þórhildur Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1942 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Kristján Rósant Þorvarðarson slökkviliðsmaður, f. 30. janúar 1922, d. 26. október 1998, og Sigríður Halldóra Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1921, d. 7. apríl 1987.
Barn þeirra:
1. Bogi Sigurður Eggertsson hársnyrtir, f. 18. september 1969, d. 29. júní 2009.
Börn Þórhildar og fósturbörn Eggerts:
1. Kristín G. Friðbjörnsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1961. Fyrrum maður hennar Birgir Örn Hreinsson. Maður hennar Grétar Örn Magnússon.
2. Þorvarður Friðbjörnsson smiður, f. 6. október 1965. Fyrrum kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir. Kona hans Guðrún Oddsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.