Sigurður Ólafsson (Garðbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Ólafsson sjómaður í Garðbæ og á Rafnseyri fæddist 11. desember 1879 í Krosssókn í A-Landeyjum og lést 18. nóvember 1918.
Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson bóndi, bátsformaður, f. 2. mars 1840 í Káragerði í V-Landeyjum, d. 13. apríl 1916 í Eyjum, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1835 í Bollakoti í Fljótshlíð, d. 4. janúar 1918.

Sigurður var með foreldrum sínum á Skíðbakka í A-Landeyjum 1880, í Gularáshjáleigu 1890 og 1901.
Hann kvæntist Margréti 1905 og fluttist með henni, barninu Ólafíu Þórunni og Ólafi Ragnari Sveinssyni syni Margrétar frá Gularáshjáleigu til Eyja 1907. Ólafur faðir Sigurðar fluttist með þeim.
Þau voru komin í Garðbæ 1908 og voru þar til 1913, en voru komin að Rafnseyri í lok árs 1913. Þar bjuggu þau síðan meðan Sigurður lifði, en hann lést 1918.

Kona Sigurðar, (1905), var Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1876 á Sámsstöðum í Fljótshlíð, d. 8. nóvember 1952.
Börn þeirra:
1. Ólafía Þórunn Sigurðardóttir, síðast í Garðabæ, f. 12. júní 1906 í Landeyjum, d. 9. febrúar 1990.
2. Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja á Reynistað, f. 31. október 1907 í Garðbæ, d. 27. júlí 1992.
3. Bogi Óskar Sigurðsson sýningastjóri, f. 12. desember 1910 í Garðbæ, d. 14. mars 1980.
4. Fanney Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. janúar 1912 í Garðbæ, d. 29. maí 1968.
5. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, bjó í Eyjum, f. 7. maí 1915 á Rafnseyri, d. 14. maí 1987.
6. Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir vinnukona, síðast í Reykjavík, f. 7. nóvember 1916 á Rafnseyri, d. 26. maí 1971.
7. Sigurður (Sigurðsson) Guðlaugsson rakari í Reykjavík og Keflavík, kjörsonur Guðlaugs, síðari manns Margrétar, f. 19. júlí 1918 á Rafnseyri, d. 3. júlí 1958.
Fóstursonur Sigurðar var
8. Ólafur Ragnar Sveinsson bifreiðastjóri, f. 25. ágúst 1903 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rang., d. 2. maí 1970.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.