Willum Pétur Andersen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Willum Pétur Andersen skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 29. desember 1944 á Kiðjabergi við Hásteinsveg 6.
Foreldrar hans voru Willum Jörgen Andersen skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988, og kona hans Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909, d. 23. október 1996.

Börn Guðrúnar og Willums:
1. Guðrún Andersen húsfreyja, gjaldkeri, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008. Fyrri maður, skildu, var Borgþór Árnason. Síðari maður, skildu, var Finnbogi Finnbogason.
2. Jóhanna Andersen húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 9. febrúar 1938, d. 2. júní 2016. Maður hennar, skildu, er Gunnar Halldórsson.
3. Ágústa Þyrí Andersen húsfreyja í Kópavogi, f. 20. ágúst 1941, d. 16. mars 2006. Maður hennar Þór Guðmundsson.
4. Willum Pétur Andersen, f. 29. desember 1944. Kona hans Sigríður Ingólfsdóttir.
5. Halla Júlía Andersen, f. 1. apríl 1953. Maður hennar Baldvin Kristjánsson.

Willum Pétur lauk minna fiskimannaprófi 1964 í Eyjum og hinu meira þar 1965.
Hann var stýrimaður 1965-1970, skipstjóri 1970-1971, stýrimaður 1972-1973, síðan skipstjóri og útgerðarmaður með mb. Öðling VE 202 og síðari Öðling 1974.
Þau Sigríður giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 55, síðar við Illugagötu 67.
Sigríður lést 2022.

I. Kona Willums Péturs, (24. desember 1965), var Sigríður Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1942, d. 10. október 2022.
Börn þeirra:
1. Inga Hanna Andersen stuðningsfulltrúi, f. 23. júlí 1965. Maður hennar Agnar Ingi Hjálmarsson
2. Willum Andersen vélfræðingur, f. 1. desember 1972. Fyrrum kona hans Anna Helga Bjarnadóttir. Kona hans Susano Loreto Morales Gavilan.
3. Pétur Andersen skipstjóri, f. 1. desember 1972. Kona hans Bryndís Bogadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 20. október 2022. Minning Sigríðar Ingólfsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.