Sigríður Ingólfsdóttir (Illugagötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Ingólfsdóttir.

Sigríður Ingólfsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, verkakona fæddist 4. desember 1942.
Foreldrar hennar voru Hjörtur Ingólfur Þorvaldsson bifreiðastjóri, síðar á Austurvegi 22, f. 17. janúar 1910, d. 23. nóvember 1982, og kona hans Hanna Kristín Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1914, d. 13. júlí 1974.

Sigríður var með foreldrum sínum, bjó á Lundargötu á Akureyri.
Hún nam í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði 1959-1960.
Sigríður vann á símstöðinni á Akureyri.
Hún eignaðist barn með Þorsteini 1961.
Sigríður flutti til Eyja 1964. Þar vann hún hjá Ísfélaginu, síðan var hún dagmóðir, en að síðust starfaði hún í Hraunbúðum við umönnun í 18 ár.
Þau Willum giftu sig 1965, einuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 55 við giftingu, síðar við Illugagötu 67.
Sigríður lést 2022.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Þorsteinn Bernharð Hjaltason, f. 17. júní 1939, d. 8. febrúar 2019.
Barn þeirra:
1. Þórunn Þorsteinsdóttir húsfreyja í Newport í Wales. Fyrrum maður Þórður Guðni Hansen. Maður hennar Ágúst Haukur Jónsson garðyrkjufræðingur.

II. Maður Sigríðar, (24. desember 1965), er Willum Pétur Andersen sjómaður, skipstjóri, f. 29. desember 1944.
Börn þeirra:
2. Inga Hanna Andersen stuðningsfulltrúi, f. 23. júlí 1965. Maður hennar Agnar Ingi Hjálmarsson vélstjóri.
3. Willum Andersen vélfræðingur, f. 1. desember 1972. Fyrrum kona hans Anna Helga Bjarnadóttir. Kona hans Susana Loreto Morales Gavilan stuðningsfulltrúi.
4. Pétur Andersen skipstjóri, f. 1. desember 1972. Kona hans Bryndís Bogadóttir kennari.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.