Jóhanna Andersen (Kiðjabergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhanna W. Andersen.

Jóhanna Andersen frá Kiðjabergi, húsfreyja fæddist þar 9. febrúar 1938 og lést 2. júní 2016 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Willum Jörgen Andersen skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988, og kona hans Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909, d. 23. október 1996.

Börn Guðrúnar og Willums:
1. Guðrún Andersen húsfreyja, gjaldkeri, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008. Fyrri maður, skildu, var Borgþór Árnason. Síðari maður, skildu, var Finnbogi Finnbogason.
2. Jóhanna Andersen húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 9. febrúar 1938, d. 2. júní 2016. Maður hennar, skildu, er Gunnar Halldórsson.
3. Ágústa Þyrí Andersen húsfreyja í Kópavogi, f. 20. ágúst 1941, d. 16. mars 2006. Maður hennar Þór Guðmundsson.
4. Willum Pétur Andersen, f. 29. desember 1944. Kona hans Sigríður Ingólfsdóttir.
5. Halla Júlía Andersen, f. 1. apríl 1953. Maður hennar Baldvin Kristjánsson.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, lauk skyldunámi í Skógum u. Eyjafjöllum.
Hún var fiskvinnslukona í Eyjum um langt skeið.
Þau Gunnar giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt og annað fimm ára gamalt.
Þau bjuggu í fyrstu á Hólmi, Vesturvegi 16 við giftingu, á Laugalandi, Vestmannabraut 53 1960 og enn 1965, en bjuggu á Hólagötu 36 við Gos.
Þau Gunnar skildu 1979 og Jóhanna bjó síðar á Faxastíg 43.
Jóhanna lést 2016.

I. Maður Jóhönnu, (6. júní 1959, skildu 1979), er Gunnar Halldórsson sjómaður, vélstjóri, f. 9. janúar 1940.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, f. 13. febrúar 1959, d. 13. apríl 1964.
2. Stúlka, f. 21. júlí 1960, d. sama dag.
3. Helgi Þór Gunnarsson sjómaður, verkamaður, Áshamri 58, f. 6. maí 1962. Kona hans Auðbjörg Svava Björgvinsdóttir.
4. Halldór Jörgen Gunnarsson viðskiptalögfræðingur í Hafnarfirði, f. 7. október 1965, d. 2. apríl 2021. Kona hans Jóhanna Inga Hjartardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.