Halla Júlía Andersen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Halla Júlía Andersen.

Halla Júlía Andersen kennari fæddist 1. apríl 1953 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Willum Jörgen Andersen skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988, og kona hans Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909, d. 23. október 1996.

Börn Guðrúnar og Willums:
1. Guðrún Andersen húsfreyja, gjaldkeri, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008. Fyrri maður, skildu, var Borgþór Árnason. Síðari maður, skildu, var Finnbogi Finnbogason.
2. Jóhanna Andersen húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 9. febrúar 1938, d. 2. júní 2016. Maður hennar, skildu, er Gunnar Halldórsson.
3. Ágústa Þyrí Andersen húsfreyja í Kópavogi, f. 20. ágúst 1941, d. 16. mars 2006. Maður hennar Þór Guðmundsson.
4. Willum Pétur Andersen, f. 29. desember 1944. Kona hans Sigríður Ingólfsdóttir.
5. Halla Júlía Andersen, f. 1. apríl 1953. Maður hennar Baldvin Kristjánsson.

Halla lauk landsprófi í Eyjum 1969, varð stúdent í M.L. 1973, lauk kennarprófi 1978.
Hún var stundakennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1978-1979, kennari í Barnaskólanumí Eyjum frá 1978.
Halla vann við fiskiðnað og afgreiðslustörf á sumrin. Hún var ritari Kennarafélags Vestmannaeyja 1982-1983, sat í stjórn Foreldrafélags Vestmannaeyja 1982-1983.
Þau Baldvin giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Heiðarveg 55.

I. Maður Höllu, (18. október 1974), er Baldvin Kristján Kristjánsson kennari, f. 2. ágúst 1953.
Börn þeirra:
1. Erla Baldvinsdóttir, f. 21. október 1973. Maður hennar Hjörtur Ingi Eiríksson.
2. Lóa Baldvinsdóttir Andersen, f. 7. ágúst 1979. Fyrrum eiginmaður Jónatan Guðbrandsson.
3. Arnar Baldvinsson, f. 26. maí 1993. Sambúðarkona hans Áróra Ósk Halldórsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.