Agnar Ingi Hjálmarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Agnar Ingi Hjálmarsson, vélstjóri fæddist 7. júlí 1966.
Foreldrar hans voru Hjálmar Jóhann Níelsson, frá Seyðisfirði, f. 15. nóvember 1930, d. 20. október 2009, og kona hans Anna Þorvarðardóttir, frá Eskifirði, húsfreyja, f. 28. október 1935, d. 23. júní 2023.

Agnar lærði vélstjórn og vann við hana.
Hann eignaðist barn með Sögu 1985.
Þau Inga Hanna hófu búskap, eignuðust tvö börn. Þau búa við Áshamar.

I. Barnsmóðir Agnars Inga er Saga Valsdóttir, f. 7. apríl 1966.
Barn þeirra:
1. Auður María Agnarsdóttir, f. 20. janúar 1985.

II. Kona Agnars Inga er Inga Hanna Andersen, húsfreyja, stuðningsfulltrúi, f. 23. júlí 1965.
Börn þeirra:
1. Hjálmar Ragnar Agnarsson, læknir, f. 5. júní 1988. Kona hans Sara Dögg Guðjónsdóttir.
2. Hanna Sigríður Agnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 6. ágúst 1994. Maður hennar Jón Friðjónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.