Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen frá Kiðjabergi, Lóa, húsfreyja fæddist 2. nóvember 1909 í Hlíð og lést 23. október 1996 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Ágúst Benediktsson fiskmatsmaður að Kiðjabergi, f. 1. september 1875 í Marteinstungu í Holtum, d. 13. september 1962, og kona hans Guðrún Hafliðadóttir húsfreyja frá Fjósum í Mýrdal, f. 18. júní 1878 í Fjósum, d. 9. desember 1937.

Börn Guðrúnar og Ágústs:
1. Sigríður Ísleif Ágústsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1905 í Hlíð, d. 16. september 1961, bjó í Reykjavík.
2. Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d. 23. ágúst 1993.
3. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909 í Hlíð, d. 23. október 1996.
4. Jóhann Óskar Alexis Ágústsson, (Alli rakari), rakari, sjómaður, f. 30. október 1915, d. 3. janúar 2002.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim að Kiðjabergi nýbyggðu af föður hennar. Hún bjó hjá þeim 1930 og bjó þar með Willum 1934.
Þau Willum giftu sig 1933, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Kiðjabergi við Hásteinsveg 8, á Heiðarvegi 55 við Gos og síðan.
Willum lést 1988 og Guðrún Ágústa 1996.

I. Maður Guðrúnar Ágústu, (4. júní 1933), var Willum Andersen skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. september 1910 á Löndum, d. 17. júlí 1988.
Börn þeirra:
1. Guðrún Andersen húsfreyja, gjaldkeri, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008. Fyrri maður, skildu, var Borgþór Árnason. Síðari maður, skildu, var Finnbogi Finnbogason.
2. Jóhanna Andersen húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 9. febrúar 1938, d. 2. júní 2016. Maður hennar, skildu, er Gunnar Halldórsson.
3. Ágústa Þyrí Andersen húsfreyja í Kópavogi, f. 20. ágúst 1941, d. 16. mars 2006. Maður hennar Þór Guðmundsson.
4. Willum Pétur Andersen, f. 29. desember 1944. Kona hans Sigríður Ingólfsdóttir.
5. Halla Júlía Andersen, f. 1. apríl 1953. Maður hennar Baldvin Kristjánsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. nóvember 1996. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.