Ágústa Þyrí Andersen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágústa Þyrí Andersen.

Ágústa Þyrí Andersen frá Kiðjabergi við Hásteinsveg 6, húsfreyja, forstöðumaður, skrifstofumaður fæddist 20. ágúst 1941 og lést 16. mars 2006 í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Willum Jörgen Andersen skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988, og kona hans Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909, d. 23. október 1996.

Börn Guðrúnar og Willums:
1. Guðrún Andersen húsfreyja, gjaldkeri, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008. Fyrri maður, skildu, var Borgþór Árnason. Síðari maður, skildu, var Finnbogi Finnbogason.
2. Jóhanna Andersen húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 9. febrúar 1938, d. 2. júní 2016. Maður hennar, skildu, er Gunnar Halldórsson.
3. Ágústa Þyrí Andersen húsfreyja í Kópavogi, f. 20. ágúst 1941, d. 16. mars 2006. Maður hennar Þór Guðmundsson.
4. Willum Pétur Andersen, f. 29. desember 1944. Kona hans Sigríður Ingólfsdóttir.
5. Halla Júlía Andersen, f. 1. apríl 1953. Maður hennar Baldvin Kristjánsson.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk skólaskyldunni í Gagnfræðaskólanum 1956, lauk námi í Húsmæðraskólanumn á Laugarvatni.
Ágústa Þyrí vann ýmis störf, m.a. á símstöðinni í Vestmannaeyjum, var forstöðukona hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og starfaði hjá landbúnaðarráðuneytinu síðustu 20 árin.
Hún sinnti ýmsum félagsstörfum, var í Kvenfélaginu Heimaey, Kvennakórnum Seljunum og var einn af stofnendum Kvennakórs Kópavogs.
Þau Þór giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengst og síðast í Fjallalind í Kópavogi.
Ágústa Þyrí lést 2006.

I. Maður Þyríar, (29. september 1962), er Þór Guðmundsson stýrimaður í Reykjavík, f. 16. janúar 1940. Foreldrar hans voru Guðmundur Friðþjófur Guðmundsson bifreiðastjóri, f. 20. október 1916 í Reykjavík, d. 29. ágúst 2006, og kona hans Valborg Guðrún Eiríksdóttir Núpdal, húsfreyja, f. 3. mars 1918 í Reykjavík, d. 1. nóvember 2013.
Börn þeirra:
1. Willum Þór Þórsson viðskiptafræðingur, knattspyrnuþjálfari, alþingismaður, ráðherra, f. 17. mars 1963 í Reykjavík. Kona hans Ása Brynjólfsdóttir.
2. Örn Þórsson, býr í Kópavogi, f. 18. október 1975. Barnsmæður hans Katla Ásmundsdóttir og Regína Björk Jónsdóttir. Fyrrum sambúðarkona Björg Anna Kristinsdóttir.
3. Valur Þórsson, býr í Noregi, f. 18. október 1975. Barnsmæður hans Elísabet Finnbogadóttir og Eva Dögg Long Bjarnadóttir. Kona hans Helga Margrét Vigfúsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.