Teista

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Teista cepphus grylle

Teistan er af svartfuglaætt. Að sumrinu til er hún er alsvört með stóra hvíta skellu á vængjum en á veturna er hún grárákótt og þá eru blettirnir á vængjunum ekki jafn áberandi. Teistan hefur áberandi skærrauða fætur hún er eini svartfuglinn sem er með svarta bringu. Fullorðin teista er um 30 cm að lengd, hefur vænghaf allt að 60 cm og vegur um 400 g. Teistan er strandfugl sem verpir allt í kringum landið. Hún er að mestu leyti staðfugl en þó hafa fundist merktir fuglar á Grænlandi.

Teistan verpir stök eða í litlum byggðum, í eyjum, höfðum og urðum. Hreiður eru í klettaskorum, sprungum, undir steinum eða á syllum í hellum þannig að erfitt er að finna eggin. Gott dæmi um það er Teistuhellir í Vestmannaeyjum. Teistan lifir á ýmsum smáfiskum s.s. sprettfiski, marhnúti, fiskseiðum og krabbadýrum sem hún kafar eftir. Teistan verpir yfirleitt tveimur eggjum upp úr miðjum maí. Eggin eru hvít og brúnleit eða ljósblágræn með svörtum, rauðbrúnum og gráum yrjum. Teistan situr á þeim í fjórar vikur. Unginn klekst út um mánaðamót júní og júlí. Þá heldur hann kyrru fyrir í hreiðrinu í 40 daga og á meðan fæða foreldrarnir hann á sprettfiski, foreldrarnir vinna saman að klaki og fæðuöflun. Hann er ófleygur þegar hann yfirgefur hreiðrið, en lærir síðan að fljúga á vikutíma. Hér áður fyrr var teista veidd til manneldis eins og allir aðrir svartfuglar en hún er lítið sem ekkert veidd í dag. Íslenski teistustofninn er um 20.000 pör.